Það er auðvelt að útbúa salat í krukku, jafnvel að útbúa nokkur í einu, því flest geymast þau fimm daga í ísskápnum áður en neytt er. Mælt er hins vegar með að raða lögunum í ákveðinni röð í krukkuna:
1. Dressing fyrst.
2. Grænmeti sem þola að marinerast vel í dressingunni (gúrkur, laukur, sveppir og grasker sem dæmi).
3. Grænmeti sem við viljum halda frá því að liggja í dressingunni.
4. Prótín.
5. Kál.
6. Ostur, hnetur, þurrkaðir ávextir og slíkt.
Áður en neytt er þá er krukkan hrist þannig að dressingin dreifist vel og salatinu síðan hellt í skál og borðað, eða borðað beint úr krukkunni.
Undirbúningstími: 10 mínútur
Dugar fyrir tvær krukkur af salati
Jarðarberjaspínatsalat með steiktum/grilluðum aspas og kjúklingi, agúrkum, avókadó, rauðlauk, ristuðum möndlum og dressingu.
Innihald
Dressing
Leiðbeiningar