fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Matur

Rækjukokteill Jakobs

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júní 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi klassíski forréttur hefur ekki verið í tísku undanfarin ár. Hann er þó að ganga í endurnýjun lífdaga þessi dægrin, sérstaklega í flottum boðum í íslensku fjármálalífi. Það þarf því enginn að segja af sér þó að hann elski rækjukokteila. Fyrir nokkrum árum, í viðtali við breska tímaritið GQ, viðurkenndi einn þekktasti matreiðslumaður heims, Hestor Blumenthal, að honum líkaði fátt betur en rækjukokteilar. Hér er uppskriftin sem Blumenthal birti í blaðinu, með þeirri einu undantekningu þó, að við notum chili-tómatssósu í stað hefðbundinnar tómatsósu. Lífið er of stutt til að borða ekki sjóðheitan mat.

Að lokum er rétt að taka fram að það er algjörlega nauðsynlegt að nota risarækjur í þennan rétt.

Hráefni (fyrir fjóra):

– 110 grömm af chili-tómatssósu

– 100 grömm mæjónes (heimagert er langbest en Hellmans dugar)

– 1/4 úr teskeið af cayanne-pipar

– 12 dropar af Worcestershire-sósu

– 10 grömm af sítrónusafa

– 400 grömm eldaðar risarækjur

– Rifin iceberg-salatblöð eftir smekk

– heilt avókadó, skorið í teninga

– Salt og pipar

 

Aðferð:

Setjið tómatsósuna, mæjónesið, piparinn og sítrónusafann í skál og hrærið duglega saman. Bætið við salti og pipar eftir smekk og hrærið. Bætið rækjunum saman við. Leggið salatblöðin tættu á botn fjögurra skála og setjið síðan avókadó-teningana ofan á. Skiptið rækjunum jafnt í skálarnar.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum