fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Matur

Kotasælubollur með fetaosti

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 10. mars 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Þóra Helgadóttir bloggari á fagurkerar.is deilir ljúffengri uppskrift að hollum og bragðgóðum kotasælubollum. Bollurnar eru einfaldar og fljótlegar í gerð.

Innihaldsefni:

400 g haframjöl
1 stór dós kotasæla
4 egg
2 tsk. vínsteinslyftiduft
Salt/krydd eftir smekk
Fetaostur

Aðferð:

Byrjið á því að mala haframjölið, gott er að nota matvinnsluvél, blandara eða töfrasprota. Þegar það er tilbúið færið það þá yfir í skál. Bætið út í salti og kryddi eftir smekk ásamt lyftiduftinu. Hrærið saman kotasæluna og eggin í tækinu. Blandið öllu saman og mótið bollur, bætið fetaosti ofan á bollurnar fyrir bakstur. Bakið á blæstri við 200°C í 20 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum