fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Matur

Uppskrift: Kanil eplabaka

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 9. mars 2018 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjóddu bragðlaukunum upp á eplaböku með nýju twisti, kanelsnúða eplaböku.
Góð og girnileg, borin fram með ís og/eða rjóma.

Innihald:
2 tilbúnir botnar (pizzubotnar, sjá myndband)
2 matskeiðar ósaltað smjör, brætt
4 teskeiðar kanill
8 bollar af eplum, þunnt skorin niður
¾ bolli sykkur
1 teskeið kanill
3 matskeiðar hveiti
eggjahvíta

Leiðbeiningar:
Hitaðu ofninn í 180ºC.
Smyrðu deigið með bræddu smjöri og dreifðu kanilnum jafnt yfir. Rúllaðu upp í lengju og skerðu niður í bita.
Settu helminginn af bitunum í smurt fat, þrýstu niður og saman og láttu deigið ná yfir barminn á fatinu. Smyrðu með eggjahvítu.
Blandaðu saman eplum, sykri, kanil og hveiti og settu blönduna ofan á deigið í fatinu.
Raðaðu restinni af kanilhringjunum á bökunarpappír í hring og settu annan bökunarpappír ofan á og flettu út. Settu yfir fatið, lokið og skerðu restina af deiginu frá. Smyrðu ofan á með eggjahvítu og skerðu X í miðju á bökunni.
Bakaðu í 45 mínútur þar til eplin eru fullbökuð og skorpan er gullinbrún.
Berðu fram með ís og/eða rjóma.

Cinnamon Swirl Apple Pie

Cinnamon Swirl Apple Pie

Posted by Twisted on 25. desember 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum