Innihald:
2 tilbúnir botnar (pizzubotnar, sjá myndband)
2 matskeiðar ósaltað smjör, brætt
4 teskeiðar kanill
8 bollar af eplum, þunnt skorin niður
¾ bolli sykkur
1 teskeið kanill
3 matskeiðar hveiti
eggjahvíta
Leiðbeiningar:
Hitaðu ofninn í 180ºC.
Smyrðu deigið með bræddu smjöri og dreifðu kanilnum jafnt yfir. Rúllaðu upp í lengju og skerðu niður í bita.
Settu helminginn af bitunum í smurt fat, þrýstu niður og saman og láttu deigið ná yfir barminn á fatinu. Smyrðu með eggjahvítu.
Blandaðu saman eplum, sykri, kanil og hveiti og settu blönduna ofan á deigið í fatinu.
Raðaðu restinni af kanilhringjunum á bökunarpappír í hring og settu annan bökunarpappír ofan á og flettu út. Settu yfir fatið, lokið og skerðu restina af deiginu frá. Smyrðu ofan á með eggjahvítu og skerðu X í miðju á bökunni.
Bakaðu í 45 mínútur þar til eplin eru fullbökuð og skorpan er gullinbrún.
Berðu fram með ís og/eða rjóma.
Cinnamon Swirl Apple Pie
Posted by Twisted on 25. desember 2017