fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Matur

Fersk jógúrtterta með jarðaberjum

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 29. ágúst 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi einstaklega ferska og góða jógúrtterta á sér sérstakan stað í hjarta mínu þar sem mamma mín gerði þessa tertu í hverri einni og einustu veislu sem hún hélt fyrir okkur fjölskylduna.

Uppskriftin er lauflétt en vandasöm og það elska allir þessa tertu. Ég mæli því með því að prófa hana sem fyrst.

Jógúrtterta með ferskum jarðarberjum:

Botn:
250 gr Homeblest-kex
100 gr smjör
1 msk. sykur

Jógúrtkrem:
200 gr fersk jarðarber
500 gr jógúrt með jarðarberjum
150 gr sykur
1 og 1/2 tsk vanillusykur
6 matarlímsblöð
4 dl rjómi

1.jpgByrjið á því að bræða smjörið. Myljið því næst kexið niður, gott er að nota matvinnsluvél. Bætið sykrinum út í brædda smjörið og hrærið vel saman. Hellið smjörinu saman við kexmulninginn og blandið vel saman.

Þjappið svo kexblöndunni vel í botninn á smelluformi og setjið í kæli

Setjið jógúrt og jarðarber í matvinnsluvél eða merjið berin vel og blandið þeim saman við jógúrtina. Hrærið sykrinum og vanillusykrinum saman við.

Leggið matarlím í kalt vatn í um það bil fimm mínútur. Kreistið vatnið svo úr þeim og leggið þau ofan í örlítið af heitum rjóma. Hrærið vel saman. Leyfið svo blöndunni að kólna örlítið aður en þið blandið henni varlega saman við jógúrtblönduna.2.jpg

Þeytið 4 dl af rjóma og blandið vel saman við jógúrtblönduna.

Takið botninn úr kælinum, bætið jógúrtblöndunni ofan á og skellið svo forminu aftur í kæli helst yfir nótt en að lágmarki í 3-5 klukkustundir áður en tertan er borin fram.

Gott er að losa örlítið hliðarnar frá með örþunnum spaða áður en forminu er smellt af og tertan færð yfir á kökudisk. 3.jpg

Ég skreytti kökuna með örlítið af Homeblest-kex mulningi, ferskum jarðarberjum, ferskum hindberjum og súkkulaði dropum, en að sjálfsögðu er hægt að skreyta kökuna með hverju sem er eða jafnvel sleppa því.

 

Verði ykkur að góðu.

Uppskriftin birtist fyrst á vef Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi