fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Matur

Andabringusalat með döðlum og hunangssinnepsósu

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 8. júlí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta salat er einn af mínum uppáhalds réttum til að bjóða uppá þegar ég fæ fólk í mat til mín. Þetta er ótrúlega einfalt að útbúa og hægt að undirbúa að stórum hluta fyrir fram og það er því einstaklega þægilegt þegar maður er að fá gesti og þarf að huga að öðrum hlutum líka eða er í tímaþröng. Þó þetta sé salat er það mjög matarmikið útaf andabringunni og því er það alveg full máltíð eitt og sér með góðu brauði.  Einnig hef ég notað þetta salat sem smárétt í veislu með öðrum smáréttum og ber það þá fram i litlum plastskálum.

Andabringusalat 

  • 1 frönsk andabringa
  • kál
  • konfekt tómatar
  • vorlaukur
  • döðlur
  • fetaostur
  • furuhnetur ristaðar
  • hunangssinnepsósa

Byrjið á því að elda andabringurnar. Ég steiki mínar á sjóðheitri pönnu í stutta stund á fituhliðinni og set þær svo í ofninn með kjöthitamæli og hita upp í 61°. Þetta er hægt að gera daginn áður en salatið er borið fram.

Skerið niður kál, vorlauk og konfekttómata. Skerið andabringu í þunnar sneiðar. Ristið furuhnetur og klippið niður döðlur í lita bita. Salatinu er svo raðað upp og þá er byrjað á káli, tómötum og rauðlauk og ofan á það fara döðlur og furuhnetur.

Þá er andabringusneiðunum raðað yfir grænmetið og fetaostinum stráð yfir. Loks er sósunni sprautað fallega yfir allt saman. Gott er að bera salatið fram með smá auka sósu og góðu súrdeigsbrauði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum