fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Matur

Uppskrift: Hanna Þóra eldar fljótlegan twister kjúkling í tortillu

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 5. desember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Þóra er 29 ára Hafnfirðingur sem hefur brennandi áhuga á veisluskreytingum, bakstri og dúlleríi. Hún er líka snyrtifræðingur og viðskiptafræðingur, flugfreyja, i sambúð og tveggja barna móðir. Hanna Þóra er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is og í gærkvöldi eldaði hún vinsælasta réttinn sinn og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með á Snapchat: Hannsythora.

Uppskriftin og aðferðin er hér fyrir neðan og upplagt að adda Hönnu Þóru líka á Snapchat og fylgjast með eldamennskunni.

Það leynist einn æðislegur og fjótlegur réttur í fjölskyldunni sem slær alltaf í gegn og kemur alltaf jafn mikið á óvart.
Upprunalega var tengdafjölskylda mín að reyna að finna eitthvað sem líktist hinum fræga KFC twister og þaðan kemur nafnið.
Þessi útgáfa er þó hollari þar sem kjúklingurinn er einungis pönnusteiktur og þar af leiðandi mjög fljótlegur.

Þetta eru innihaldsefnin í grunninn. Ég sker niður bringurnar í bita sem eru þá svipaðir af stærð eins og um lundir væru að ræða. Það er fljótlegra og auðveldara að hafa auga með þeim sem þarf að snúa á pönnunni.

Byrjum á að steikja kjúklinginn upp úr ólífuolíu þar til hann er fulleldaður. Ég skipti svo alltaf um töng áður en ég set sósuna út á til að passa að enginn hrár kjúklingavökvi komist í sósuna.

Þetta er sósan sem ég set út á kjúklinginn og leyfi henni að malla svolítið svo að hún verði þykkari og nái að hjúpa kjúklinginn.
Þessi heitir Thai sweet clilli og fæst í öllum helstu matvöruverslunum.

Þegar allt er steikt er komið að því að raða á tortillurnar og er mjög gott að setja sýrðan rjóma, taco sósu, stökkt kál og ost.

Eitt gott ráð sem við notum alltaf hérna heima þegar við rífum ost er að spreyja smá Pam spreyi á rifjárnið, það kemur í veg fyrir að osturinn festist og það verði erfitt að rífa hann.

Hægt er að leika sér með samstetninguna og tilvalið að bæta allskonar grænmeti út á. Börnin eru mjög hrifin af maísbaunum og gúrku og kemur það mjög vel út.

Þegar við gefum börnunum burrito notum við bolla til að halda utan um vefjuna svo það leki ekki allt út um allt, þetta er líka mikið sport og er ég ekki frá því að þau séu duglegri að borða matinn þegar hann er settur í svona öðruvísi ílát

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna