fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Matur

Lax með döðlum og gráðosti

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 13. ágúst 2017 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi réttur er einn af þessum sem slær alltaf í gegn bæði hjá þeim sem hann elda og borða. Ástæðan er einfaldlega sú að eldamennskan verður hreinlega ekki einfaldari en bragðið er út úr þessum heimi. Uppskriftin sem er lax með döðlum og gráðosti kemur af bloggi Elínar Traustadóttur sem heitir KOMDUADBORDA en Elín hefur áður verið gestabloggari hjá okkur með himnesku humarsalati. Sannkallaður meistarakokkur þar á ferð.

Fyrir þá sem geta ekki hugsað sér að borða gráðost þá er lítið mál að skipta honum út fyrir fetaost – engu síðra. Njótið vel!

Lax með döðlum og gráðosti

800 g lax
sítrónupipar
120 g gráðostur
10-15 stk döðlur, steinlausar

  1. Skerið laxaflakið niður í hæfilegar sneiðar
  2. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og leggið laxinn þar á og kryddið með sítrónupipar.
  3. Skerið döðlurnar niður í litla bita og hrærið saman við gráðostinn. Smyrjið jafnt yfir laxinn og bakið í 200°c heitum ofni í 15-18 mínútur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum