Bearnaise sósa er í miklu uppáhaldi heima hjá mér og oftar en ekki verður hún fyrir valinu þegar við grillum gott kjöt. Þegar ég hef lítinn tíma hef ég skellt í bearnaise sósuna á örfáum mínútum og er þessi aðferð snilld þegar maður vill góða sósu á methraða.
3 Eggjarauður settar í hrærivélina með þeytaranum á
300 gr ekta íslenskt smjör sett í gler mælikönnu á 1 mínútu í örbygjuna.
Þegar rauðurnar eru orðnar ljósar og vel þeyttar þá bæti ég kryddi útí.
2 msk Estragon
1 teskeið nautakjötkraftur í duftformi
2 msk bernaise essense
Pipar eftir smekk
Þegar rauðurnar eru orðnar léttar og ljósar kíki ég á smjörið og sé hvort það þurfi lengri tíma.
Ég vil hafa smá af óbráðnuðu smjöri eftir í mælikönnunni sem ég hræri svo í svo að smjörið sé ekki of heitt þegar það fer útí eggjablönduna.
Helli svo smjörinu í mjórri bunu út í eggjablönduna og læt vélina hræra um leið.
Þá er sósan tilbúin.