Magnús Helgi Sigurðsson hóf að bjóða upp á skutlþjónustu sína Smá skutl, árið 2020. Síðan þá hefur verkefnum fjölgað hratt og viðskiptavinum fjölgar einnig ört.
Magnús segist ekki bjóða upp á hefðbundna sendibílaþjónustu heldur sérhæfir hann sig í verkefnum þar sem vöntun er á skutlara. „Ég er á Renault Trafic sendibíl og tek mest að mér verkefni fyrir fólk sem vantar að láta skutlast með eða sækja eitthvað, sem kemst ekki í þeirra eigin bíl. Einnig skutlast ég mikið fyrir fólk sem á jafnvel ekki bíl.
Ég hef til dæmis mikið verið að þjónusta fólk sem er að kaupa hluti á samfélagsmiðlum, eins og sófa, þvottavélar, húsgögn eða annað. Einnig hef ég tekið að mér verkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vantar að losna við hluti úr skrifstofurýmum eða úr búslóð, sérstaklega við flutninga. Þá kem ég á staðinn og skutlast með hluti á Sorpu.
Margir hafa líka nýtt sér þjónustu mína við að losna við allskonar rusl og úrgang sem safnast upp við framkvæmdir og þess háttar. Ég hef líka verið að skutlast í verslanir eins og IKEA og Dorma að sækja stærri vörur fyrir fólk og margt fleira. Í raun eru mögulekarnir endalausir. Ef það kemst fyrir í sendibílnum mínum þá ætti ég að geta skutlast með það,“ segir Magnús.
Skipti yfir í sendibíl
„Þetta byrjaði allt á því að ég vildi stofna mitt eigið fyrirtæki og vera minn eigin herra. Ég starfaði á tímabili sem skutlari fyrir stórt fyrirtæki, en mér fannst vanta aðeins upp á frelsið sem maður hefur þegar maður er ekki með eiginlegan yfirmann. Ég byrjaði fyrst á að bjóða upp á skutlþjónustuna á minni bíl en ég er á núna. Þetta var Renault Cancún. Á stuttum tíma vatt þetta svo upp á sig og verkefnin urðu stærri og fleiri. Því skipti ég yfir í Renault Trafic sendibíl til að anna eftirspurninni. Kassinn á honum er tveir metrar svo hann býður því upp á gott pláss í flutninga.“
Góð þjónusta er gulli betri
„Ég er mest að skutlast fyrir fólk innan höfuðborgarsvæðisins, en fer líka á Selfoss, Keflavík, Borgarnes og fleira. Ég vil fyrst og fremst veita viðskiptavinum mínum góða þjónustu. Þá legg ég mig ávallt fram við að vera tímanlegur. Ef við semjum um að ég mæti klukkan tvö, þá er ég mættur klukkan tvö, eða jafnvel tíu mínútum fyrr. Ef eitthvað kemur uppá og mér seinkar, þá hringi ég strax og læt vita af því. Ég veit að tími fólks er dýrmætur og ég hef lent í því sjálfur að þurfa að bíða eftir sendibíl. Það getur verið heilmikið vandamál ef maður er kannski búinn að plana að gera eitthvað annað eftirá.“
Ávallt reiðubúinn
„Þetta er skemmtilegt og lifandi starf, enda er ég sífellt að hitta nýtt fólk. Ég er með marga fastakúnna og fólk er almennt mjög ánægt með þjónustuna sem ég veiti. Sumir hringja í mig með góðum fyrirvara og við plönum tíma sem hentar báðum í skutlið. Aðrir hafa samband við mig þegar þá vantar einhvern til að skutlast fyrir sig með stuttum eða engum fyrirvara. Ég set það ekki fyrir mig að taka verkefni með engum fyrirvara ef ég er laus, en ég hef alveg þurft að segja nei við verkefnum ef ég er upptekinn í öðru.“
Hægt er að hafa samband við Magnús á facebooksíðunni: Smá Skutl, netfanginu mshsigurdsson@gmail.com og í síma 848-3219.