Kynlífstækjaverslunin Losti byrjaði sem vefverslun og fór í loftið í nóvember 2019. Þær Saga Lluvia og Eva Brá reka Losta en 1. september síðastliðinn opnuðu þær að auki verslun í glæsilegu húsnæði í Borgartúni og taka þar á móti hópum og viðskiptavinum.
Verslunin er bæði falleg og andrúmsloftið notalegt. „Við vildum innrétta verslunina eins og eins konar stofu eða heimahús. Það á að vera heimilislegt að koma til okkar, skoða úrvalið, setjast niður í sófann, fræðast og skoða bækur, en Sigga Dögg kynlífsfræðingur er með aðstöðu í húsnæðinu hjá okkur og á stærsta bókasafn á Íslandi með bókum sem fjalla um kynlíf,“ segir Saga.
Aukin umræða og minna tabú
„Heimakynningarnar hafa verið gríðarlega vinsælar frá því að við opnuðum en þá heimsækjum við margs konar hópa og bjóðum upp á kynningar á kynlífstækjum. Við finnum að þetta skapar bæði aukna umræðu og gerir kynlífstækin minna „tabú“. Kynningarnar eru sérstaklega vinsælar hjá hópum eins og gæsa- og steggjahópum, saumaklúbbum og krydda virkilega upp á partíið og fá fólk til að stíga út fyrir þægindarammann.
Einnig er orðið vinsælt að ýmsir hópar koma til okkar en hér getum við sýnt allt sem við eigum og fólk getur fengið að smakka sleipiefnin og margt fleira. Svo er líka vanmetið að gestirnir þurfa ekki að þrífa heimilið til að bjóða heim heldur mætir hópurinn bara hingað, skemmtir sér, fræðist og fer svo. Svo er umhverfið líka stórskemmtilegt fyrir myndatökur en ófáir hafa látið taka myndir af sér í kynlífsrólunni og annað.“
Hóparnir eru allt frá tvítugum vinkvennahópum til saumaklúbba kvenna á sextugs- og sjötugsaldri. „Fólk er auðvitað misopið í byrjun en það finnst öllum skemmtilegt að opna sig á þennan hátt. Það eru jafnvel dæmi um að vinahópar sem hafa aldrei áður rætt kynlíf fari að deila kynlífssögum í framhaldinu.“
Kynlífstæki eru fyrir alla
Flestar kynlífstækjabúðir hafa einblínt mjög mikið á gagnkynhneigð pör og jafnvel merkt tækin „fyrir hana“ og „fyrir hann“ líkt og það sé bara til ein gerð af ástarsambandi. „Frá stofnun Losta hefur okkar markmið alltaf verið að bjóða upp á fjölbreytt úrval af kynlífstækjum fyrir allar gerðir af pörum og anna eftirspurn eftir kynlífstækjum fyrir alla hópa, öll kyn og allar kynhneigðir. Það er orðið nokkuð samfélagslega samþykkt að ákveðnir hópar fólks noti kynlífstæki, en þá sér fólk oftast fyrir sér ungar einhleypar konur. Það er löngu kominn tími til þess að samþykkja alla hina hópana.
Motor Bunny kynlífstækið hefur líka verið ótrúlega vinsælt kynlífstæki upp á síðkastið. Mótorkanínuna má setja á stól eða á gólfið og svo er festur á hana fylgihlutur að eigin vali, hvort sem það er dildo, múffa, örvunartæki fyrir spöng og sníp eða annað. Það fást alls konar skemmtilegir fylgihlutir í ýmsum stærðum og gerðum. Tækinu er svo stungið í samband og það er tilbúið til notkunar. Á því er snúningsmótor og titrari sem virka saman eða sitt í hvoru lagi. Mótorkanínan er algert tryllitæki og hentar vel fyrir öll.“
Þróunin í kynlífstækjunum hefur verið á þann veg að tækin verða sífellt fallegri, einfaldari og straumlínulagaðri. „Margir vilja dildóa sem minna á fyrirmyndina en það heillar alls ekki alla. Sum lesbísk pör hafa til dæmis lítinn áhuga á því að dildóinn minni á reður og það hafa heldur ekki allir karlmenn áhuga á að múffan líti beinlínis út eins og leggöng.“
Vanda valið
Saga segir að þær vandi sig mjög mikið þegar kemur að ákveða við hvaða birgja á að versla. „Almennir neytendur verða sífellt meðvitaðri um vörurnar sem þeir eru að kaupa og það erum við líka. Við kaupum til dæmis bara hágæða sleipiefni sem eru cruelty free, vegan og eins hrein og náttúruleg og hægt er. Þau inni
halda engin slæm aukaefni eins og glycerin og paraben sem geta valdið ertingu og jafnvel sveppasýkingum.“
Leiktæki, ekki „hjálpartæki“
Saga segir konurnar vera almennt óhræddari og opnari fyrir kynlífstækjunum en karlarnir. „Um 98% af hópunum sem koma til okkar eru kvennahópar. Fyrir marga er það heljarstórt skref að ganga inn í kynlífstækjaverslun en með vinahópnum verður skrefið mun auðveldara. Svo er alltaf að aukast að pör komi saman að leita að skemmtilegum tækjum og öðru til að krydda kynlífið. Kynlífstæki hafa nefnilega lengi verið ranglega nefnd „hjálpartæki“ sem gefur það til kynna að það sé eitthvað að hjá þeim sem vilja nýta sér þau. En það er alls ekki svo. Þetta eru leiktæki fyrir fullorðna og ætluð til þess að veita og auka unað, en ekki endilega til að koma í staðinn fyrir kynlíf.
Það er svo alltaf að aukast að karlarnir komi til okkar, hvort heldur með makanum, vinahópnum eða sjálfir. Múffurnar hafa þá orðið sífellt vinsælli undanfarið, en síðustu ár hefur ríkt smá feimni varðandi kynlífstæki fyrir karlmenn. Við eigum alls konar múffur, hvort heldur er einfaldar og órafmagnaðar eða titrandi. Við erum flest kynverur og það er löngu kominn tími til þess að samfélagið og við sjálf samþykkjum það. Það er líka til alls konar blæti sem fólk er feimið við að viðurkenna eða tala um. Það þarf að létta bannhelginni af orðinu kynlíf og öllu því sem það stendur fyrir.“
Fantasíukvöld í næstu viku
„Við erum með margar stórar og spennandi hugmyndir í kollinum sem okkur langar að framkvæma. Þar má telja alls konar fræðslu- og fyrirlestrakvöld sem við ætlum að halda í verslun Losta, sem á að verða eins konar kynlífssetur. Á miðvikudag 23. september í næstu viku verður Sigga Dögg til dæmis með fræðslukvöld sem fjallar um fantasíur. Þá verður takmarkaður fjöldi fólks sem getur tekið þátt svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst. Svo eru á döfinni fleiri kvöld um afmörkuð kynferðisleg málefni og ýmiss konar fræðsla.“
Þeim sem vilja fylgast með Losta og viðburðunum sem verða haldnir á þeirra vegum er bent á að fylgjast með Losti.is á Facebook.
Einnig er hægt að nálgast allar vörurnar í vefversluninni losti.is
Verslun Losta er staðsett í Borgartúni 3, 105 Reykjavík Tölvupóstur: losti@losti.is Facebook: Losti.is Instagram: Losti.is