fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Kynning

Íslenska gámafélagið: Flokkum meira á nýju ári

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. janúar 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að breyta rétt gegn umhverfinu og það er margt sem hvert og eitt okkar getur gert til að minnka neikvæð áhrif lífshátta okkar á náttúruna. Eitt mikilvægasta framlag einstaklinga til umhverfisverndar er að flokka heimilissorp til endurvinnslu.

Græna tunnan frá Íslenska Gámafélaginu einfaldar flokkun til endurvinnslu. Í hana má setja allan pappír, plastumbúðir og smáhluti úr málmi. Allar þær umbúðir og annað sem við notum við daglegt heimilishald er unnið úr hráefnum sem eiga sér uppruna í náttúrunni. Plast er til dæmis unnið úr olíu, málmar unnir úr námum með tilheyrandi jarðraski og tré felld til að framleiða pappír og pappa. Markmiðið með endurvinnslu er að mynda hringrás sem miðar að því að draga úr frumvinnslu hráefna og minnka þannig álag á auðlindir jarðar. Með þessu má einnig draga úr magni úrgangs sem endar í urðun.

Pappír

Nánast allan pappír má endurvinna, bylgjupappa, dagblöð, tímarit, skrifstofupappír, kvittanir, pítsukassa, mjólkurfernur og fleiri umbúðir úr sléttum pappa.

Vissir þú að með því að endurvinna 10 kg. af pappír sparast orka sem mætti nota til að ryksuga stöðugt í tæpa viku?

Plast

Plast brotnar ekki niður í náttúrunni svo mikilvægt er að flokka plast til að koma í veg fyrir að það sé urðað eða endi úti í náttúrunni. Hreinar plastumbúðir má flokka til endurvinnslu og annað plast, sem ekki ber úrvinnslugjald, er hægt að flokka og skila á næsta gámasvæði. Einnig er mikilvægt að koma í veg fyrir óþarfa plastúrgang með því að minnka notkun á einnota plasti eins og plastglösum, hnífapörum úr plasti og plastpokum. Gott er því að nota fjölnota poka eða jarðgeranlega poka við innkaup í stað plastpoka og fjölnota drykkjarmál í stað einnota kaffibolla.

Fyrir heimilissorpið er hægt að nota jarðgeranlega poka, eins og t.d. umhverfisvæna ruslapokann frá Íslenska Gámafélaginu sem gerður er úr maíssterkju.

Málmar

Smáhluti úr málmi eins og niðursuðudósir, álpappír, krukkulok og sprittkertakoppa má flokka í Grænu tunnuna.

Vissir þú að með því að endurvinna 12 áldósir er hægt að spara rafmagn sem dugar í 20 km. akstur á rafbíl?

Lífrænt

Um það bil 30–35% af heildarmagni sorps er lífrænn eldhúsúrgangur sem hægt er að jarðgera. Afurð jarðgerðarinnar, moltan, nýtist sem næringarríkur jarðvegsbætir fyrir garðinn eða í landgræðslu og skógrækt. Hjá Íslenska Gámafélaginu er hægt að fá moltugerðartunnu og í hana má setja ýmsa matarafganga eins og ávexti, grænmeti, brauð, eggjaskurn, kaffikorg, telauf, pasta og hrísgrjón.

 

Frekari flokkunarleiðbeiningar fyrir Grænu tunnuna, á íslensku, ensku og pólsku, má nálgast á vefsíðunni igf.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“