Svissneski kafarinn Franco Banfi vissi varla sitt rjúkandi ráð þegar á vegi hans varð heldur óvenjuleg skepna. Um er að ræða risavaxna anaconda slöngu en kafarinn var staddur í Brasilíu þar sem slöngur sem þessar eru sjaldgæfar í svo stórri stærð. Slangan sem mældist rúmir átta metrar á lengd, hélt sig á árbakkanum þar sem ætla mætti að hún hafi nýlokið við vel útilátna máltíð því hún virtist allskonar áhugalaus um ferðir Banfi.
Slöngur sem þessar halda sig að mestu á landi og bíða þar eftir bráð sinni sem sækir í vatnsbólið til að drekka. Sjálfur segist Banfi ekki hafa verið hræddur enda þekki hann lítið til dýra af þessari tegund en eftir á að hyggja séu slöngur í smærri stærð hættulegri því auðveldara sé að sjá dýr í þessum stærðarflokki. Sjón er sögu ríkari.