Perla er fjögurra ára læða í eigu Fanneyjar Þórsdóttur og fjölskyldu hennar í Grafarvogi. Hún er stór og finnst fátt betra en að borða, en öllu merkilegra þykir þó að hún skuli pissa í klósettið. Myndband sem Fanney tók af Perlu sló svo sannarlega í gegn á Facebook-hópnum Kettir á Facebook.
„Hún er búin að gera þetta núna í rétt undir ár,“segir Fanney í samtali við DV og bætir við að hún hafi byrjað á þessi af sjálfsdáðun.
„Hún gerir þetta yfirleitt að kvöldi til ef að klósettið hefur verið skilið eftir opið. Ég var byrjuð að taka eftir pissi í klósettinu og spurði son minn út í það en hann kannaðist ekki við að hafa vaknað um nóttina. Svo loks sá ég hana gera þetta og hef reynt að náð því á myndbandi alveg síðan. Það tókst svo ekki fyrr en bara núna fyrir stuttu.“
Meðfylgjandi er myndbandið skemmtilega af Perlu á klósettinu.