Regus opnar þrjár nýjar starfsstöðvar Regus Hub L27, DIXON Lounge í hjarta miðbæjarins við Laugaveg 27b ásamt því að opna í Síðumúla 30. Þar verður að sjálfsögðu sama áherslan á þægileg vinnurými og þau gæði sem Regus er þekkt fyrir út um allan heim og á þeim fjórtán starfsstöðvum sem fyrirtækið hefur áður opnað víðs vegar um Ísland.
Viðskiptavinir Regus munu njóta sérkjara á DIXON Lounge. Tómas Ragnarz, forstjóri og einn af eigendum Regus á Íslandi að með opnun á þessum nýja Lounge erum við að setja ný viðmið hvað varðar notalega stemningu og lúxus og í leiðinni bjóða upp á alveg nýja vöru sem við höfum fundið fyrir að vanti og okkar viðskiptavinir hafa verið að óska eftir sérstaklega.
Þannig verður til dæmis slegin skjaldborg um notalegt andrúmsloftið og afslappað umhverfið með algeru banni við myndatökum og notkun samfélagsmiðla hvers konar.
Öll hönnun húsnæðisins við Laugaveg 27 og Síðumúla miðar að því að hljóðvist og loftgæði verði eins og best verður á kosið og lagt er upp með að lýsingin sé þægileg og vinnuhvetjandi. Þá er hugað vandlega að loftgæðum og að þau verði sem allra best til þess að auka vellíðan starfsfólks og viðskiptavina.
Allir dagar vikunnar hefjast snemma á DIXON Lounge með morgunmat og kaffi og í þeim efnum verður ekkert í boði nema eðal kaffi í hæsta gæðaflokki. Áherslan á gæðin eru slík að í boði verða yfir fimmtán tegundir af kaffi úr útvöldum baunum, sérinnfluttum fyrir staðinn.
Þá verður að sjálfsögðu boðið upp á létta drykki, áfenga sem óáfenga, í sérlega fallegu og rólegu umhverfi með það í huga að hvert og eitt geti ætíð lagað sveigjanlega stemninguna að þörfum sínum og tilgangi. Staðurinn mun skarta þéttum vín og kokktelseðli ásamt úrvali af léttum réttum. Dixon Lounge er eingöngu fyrir meðlimi.
Aðstaðan á Dixon Lounge býður einnig upp á að viðskiptavinir Regus geti verið þar með sér móttökur eða jafnvel listgjörninga.
Regus opnar í Síðumúla 30 sína nýjustu viðbót. Glæsilegt 1.000 fermetra starfsstöð sem við eigum möguleika á að stækka upp í allt að 1.600 fermetra þegar fram líða stundir sem setji ný og áður óþekkt viðmið hvað varðar vinnuaðstöðu og aðbúnað þeirra sem þar koma til með að starfa og þar er nægur aðgangur að bílastæðum og einnig gott aðgengi fyrir hjólreiðafólk. Vegna opnunar Regus í Síðumúla höfum við gert samkomulag við Berlín Reiðhjólaverzlun sem er í göngufæri frá um sér kjör á öllu viðhaldi og nýjum hjólum fyrir okkar viðskiptavini til að auka og virkja heilbrigðan ferðamáta til og frá vinnu.
Á sama tíma hefst sýning á ljósmyndum Óskars Páls Sveinssonar frá Scoresbysundi en myndir hans munu prýða veggi starfstöðvarinnar í Síðumúla og á Laugarvegi verður opnuð sýning á ljósmyndum eftir Daníel Ólafsson örðu nafni DÓ .
„Vöxturinn á Íslandi hefur vakið heimsathygli í ljósi stærðar landsins og höfðatölu,“ segir Tómas Ragnarz, forstjóri Regus á Íslandi, en hann opnaði fyrsta skrifstofusetrið í Reykjavík fyrir tíu árum, þann 1. september 2014.
Starfsstöðvarnar eru orðnar fjórtán síðan Tómas byrjaði fyrst að bjóða upp á tilbúnar skrifstofur, stórar sem smáar, fundarherbergi og hópvinnurými sem hægt var að leigja fyrirvaralaust til lengri eða skemmri tíma og þetta er allt hægt panta og ganga frá í gegnum nýjan og uppfærðan Regus.is eða með Appinu okkar á einfaldan hátt.
Þá er fyrirhugað að opna þrjár nýjar starfsstöðvar á árinu 2025 bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni en Tómas bendir á að Regus á Íslandi sé nú þegar orðið stærsta einkaumboð Regus í Evrópu
Hönnun Síðumúla, Laugavegs og Dixon Lounge var unninn af Vinnustofu 777.
„Þetta er frábært og breytingar verða greinilega mjög hraðar hérna. Íslendingar eru praktískt fólk og þegar tímarnir breytast eru þeir greinilega til í að breytast strax með,“ segir Mark Dixon, stofnandi og stærsti hluthafi Regus.
Dixon opnaði fyrstu starfsstöðina undir merkjum Regus í Brussel 1989 en móðurfélagið IWG (International Workplace Group) er nú með yfir 7000 starfsstöðvar í 127 löndum og á þessu ári opnar fyrirtækið yfir 550 nýjar staðsetningar um víða veröld.
Allir viðskiptavinir Regus á Íslandi hafa aðgang að Regus og tengdum vörumerkjum okkar eins og Spaces, HQ út um allan heim án auka kostnaðar.