Hekla blæs til vetrarhátíðar í húsakynnum sínum á Laugavegi 174 í Reykjavík næsta laugardag 25. janúar frá klukkan 12 til 16.
Kynntir verða nýjir Skoda Kodiaq Sportline og Skoda Kamiq ásamt nýju og betra verði á ID.4 Pro 4Motion.
Nóg verður um að vera. Boðið verður upp á vaxmeðferð (prepp) fyrir gönguskíði. Árni Tryggvason skíðagöngukennari og einn af færari skíðapreppurum landsins verður á staðnum, dekrar við skíði gesta og gefur góð ráð um þessa frábæru útiveru í leiðinni. Einnig verður boðið upp á fróðlega fyrirlestra um hleðslu í vetrarveðrum, kynningu á dekkjahóteli Dekkjasölunnar og 30% afslátt af Menabo ferðavörum.
Blaðrarinn sér um skemmtun fyrir börnin, auk þess sem gestum verður boðið upp á ljúffengar vöfflur, kaffi og kakó.
Önnur kynslóð Kodiaq Sportline er sportlegur fjölskyldubíll með kraftmikið útlit og nóg pláss fyrir fjölskylduna og ferðalagið.
Ný og uppfærð útgáfa af hinum vinsæla Kamiq. Skoda Kamiq var einn mest seldi bíll ársins 2024 og er nú búinn að fá uppfærslu á útliti. Skarpari línur og flottari framljós setja svip á Kamiq sem er á frábæru verði 4.990.000 kr.