fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
KynningMatur

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Kynningardeild DV
Sunnudaginn 28. júlí 2024 21:06

Arnar Halldórsson, sköpunarstjóri Brandenburg og Jóhannes Páll Sigurðarson, orkumálastjóri Ölgerðarinnar Mynd/Haraldur Jónasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn séríslenski orkudrykkur Orka hlaut á dögunum ein eftirsóttustu alþjóðlegu verðlaun sem veitt eru vörumerkjum ár hvert þegar Ljónið fór fram í Cannes. Það var auglýsingastofan Brandenburg sem tók á móti verðlauninum fyrir endurmörkun á drykkjarvörumerkinu sem unnin var í samstarfi við Ölgerðina. Þetta er í fyrsta skipti sem innlend fyrirtæki hljóta þessi virtu verðlaun án aðkomu erlendra auglýsingastofa.

Þetta eru ekki einu verðlaun verkefnisins á árinu. Orka hlaut einnig auglýsingaverðlaun fyrir endurmörkun á One Show hátíðinni í New York nokkrum vikum áður. En One Show á sér yfir 50 ára sögu og eru einnig meðal virtustu auglýsingaverðlauna í heimi. Þangað berast um 20 þús tilnefningar á ári hverju og Orka var þar á stalli meðal vörumerkja eins og Nike, Google og IKEA. Orka hefur einnig hlotið athygli innanlands, en vörumerkið hlaut Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin fyrr á árinu.

Arnar og Jóhannes Páll eru kátir með árangurinn

Að sögn Jóhannesar Páls Sigurðssonar, orkumálastjóra Ölgerðarinnar þá er velgengnin ekki síst að þakka því að ungt listafólk var sett í forgrunn og útlitið byggir á myndsköpun þeirra.

„Endurmörkun Orku byggist á því að gefa ungu fólki vettvang og hafa frjálsar hendur í sköpun og listtjáningu. Þannig fáum við nýja listamanneskju með okkur í lið fyrir hverja nýja bragðtegund sem við sendum á markað og hver dós er auður strigi þeirrar manneskju sem við erum í samstarfi við hverju sinni. Orka er hinn upphaflegi íslenski orkudrykkur og kemur á markað árið 1998. Margir muna eftir því hvernig varan kynnti sig til leiks, en karakterinn Friðrik 2000 var þar í fyrirrúmi. Það má segja að farið hafi verið gegn hefðbundnum tóni orkudrykkja þess tíma. Nú göngum við enn lengra og erum í algjörri andstæðu við það sem hefðbundið er – sköpum tón sem er fremur í takt við nútímagildi þar harka og öfgar eru á undanhaldi. Þetta er í mjög stuttu máli það sem verið er að verðlauna okkur fyrir, þessa áru og svo útlit í takt. Við erum stolt af árangrinum og þessum verðlaunum en þetta unga listafólk sem er að hjálpa okkur með túlkunina á ekki síður heiðurinn af þeim“ segir Jóhannes Páll Sigurðarson orkumálastjóri Ölgerðarinnar í fréttatilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?