fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Kynning

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Kynningardeild DV
Laugardaginn 8. júní 2024 16:07

Frá Oche þar sem líf og fjör ríkir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlalið meistaraflokks Fram í handbolta tók forskot á sæluna í gær þegar strákarnir skelltu sér á Oche, nýjan veitinga-, skemmti- og afþreyingarstað, sem opnar á gamla Stjörnutorgi Kringlunnar næsta föstudag. Mikael Harðarson framkvæmdastjóri Oche Reykjavík segir að undanfarnir dagar hafi verið nýttir til að fá hina ýmsu hópa til að prófa herlegheitin og lét Framliðið til sín taka á shuffleborðum og píluspjöldum staðarins. Oche er mun tæknivæddari en svipaðir staðir hérlendis en keðjan er með staði meðal annars í Ástralíu, Bretlandi og Dubai. Á Oche í Kringlunni verða 15 pílubásar, eitt VIP herbergi, fimm shuffleborð, tvö karaokee herbergi og 300 sæti fyrir gesti til að gæða sér á veitingum. Rúnar Kárason, hægri skytta og fyrrum landsliðsmaður, var á meðal þeirra sem mætti í gær og var ekki annað að heyra en að honum þyki vel takast til.

„Þetta er virkilega vel heppnaður og flottur staður. Við strákarnir skemmtum okkur vel, mikil stemning myndaðist og þetta er ferlega sniðug leið til að þjappa hópum enn betur saman. Ég get ekki annað en mælt með þessu og á eftir að kíkja aftur. Og mögulega svo aftur eftir það,“ segir Rúnar.

Rúnari Kárasyni er margt til lista lagt

Strákarnir tókust meðal annars á að shuffleborðunum og var Rúnar í Team Ödergeitinni en liðið var skírt í höfuðið á Magnúsi Öder Einarssyni. Í lok meðfylgjandi myndbands má skýrt heyra fagnaðaróp Rúnars og félaga þegar þeir höfðu betur.

„Jú ég get víst ekki þrætt fyrir það að keppnisskapið fór á fullt og að ég var líklega ekkert á lægstu tíðni þegar við unnum þarna á einu shuffle borðinu. Það er alltaf gaman að vinna og maður á það til að láta heyra aðeins í sér,“ segir Rúnar.

Video
play-sharp-fill

Video

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá KALEO
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Hide picture