fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Kynning

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2024 13:00

Sigurbjörn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri SL lífeyrissjóðs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af þeim atriðum sem þarf að skoða þegar einstaklingar byrja á vinnumarkaði eru lífeyrismálin og í hvaða lífeyrissjóð eigi að greiða. Sigurbjörn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri SL lífeyrissjóðs segir að margir byrji of seint að hugsa um að lífeyrismálin sín, en mikilvægt sé að byrja strax að greiða í lífeyrissjóð, passa upp á að vinnuveitandi skili greiðslum í sjóðinn og kynna sér mismunandi réttindi milli lífeyrissjóða.  

„Það getur skipt mjög miklu máli því sjóðirnir eru með mismunandi réttindakerfi. Það skiptir máli hvert lögbundið 15,5% iðgjald fer,“ segir Sigurbjörn. 

Hann bendir á að kjarasamningar eigi að segja til um í hvaða lífeyrissjóð eigi að greiða. „Aðrir sem eru ekki undir beinum kjarasamningum ættu að geta valið sér lífeyrissjóð og því gott að kynna sér það. Ef þú getur valið til hvaða lífeyrissjóðs hægt er að greiða til þarf að horfa til ýmissa þátta og en fyrst og fremst tvennt: hvernig er sjóðurinn rekinn, er hann til dæmis. sjálfstæður og ekki tengdur stéttarfélögum og fjármálafyrirtækjum. Og síðan er það ávöxtunin, og þá ætti ekki að horfa aðeins á síðasta ár, heldur síðustu 20 ár. Ávöxtun til lengri tíma gefur vísbendingu um og eykur líkur á  að sjóðurinn  skili góðri ávöxtun áfram.“ 

SL lífeyrissjóði býður endurgjaldslausa ráðgjöf til einstaklinga og um að gera að hringja og kynna sér málin.

Best að byrja sem yngst að greiða  

Sigurbjörn segir mjög mikilvægt að byrja sem fyrst að greiða í lífeyrissjóð. „Réttindin eru aldursháð sem þýðir að eftir því sem þú ert yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn. Svo ef þú vilt greiða í séreignarsjóð til viðbótar þá ertu með þessa fjármuni mjög lengi í ávöxtun og allt er skattfrjálst þangað til kemur að útgreiðslu. Og upphæðin verður hærri eftir því sem tíminn líður. Það er best að byrja strax 16 ára,“ segir Sigurbjörn. 

Séreignarsjóður er eins og bankabók, þú safnar inn fjárhæð, ávöxtun skiptir máli, eftir því sem hún er hærri þeim mun hærri verður fjárhæðin. 

Svo er það samtryggingin, ævilangi lífeyririnn, sem er auðveldast að útskýra að það er verið að greiða fólki út réttindi sem það myndar á vinnumarkaði til lífeyrissjóðsaldurs og fólk fær síðan greitt til sinna æviloka. Það er mjög mikilvægt, því í þeim réttindum er áfallalífeyrir til viðbótar, sem er örorku- og makalífeyrir. Ef þú fellur frá eða verður fyrir vinnutapi þá er framreiknað til 65 ára aldurs eins og þú varst að borga fyrir orkutapið. Fyrir ungt fólk getur skipt máli að eiga þennan rétt ef eitthvað kemur fyrir.“ 

Lífeyrissjóðir eru ekki allir eins 

Auk þess að kynna sér eigin réttindi segir Sigurbjörn einnig mikilvægt að bera lífeyrissjóði saman og hvað þeir bjóða. 

„Ég myndi horfa á hvernig sjóðurinn hefur verið rekinn, er hann sjálfstæður, hefur sjóðurinn skert réttindi sjóðsfélaga eða lífeyrisgreiðslur. Sjóðirnir birta réttindatöflur og það er mjög auðvelt að bera þær saman og sjá hvað hver sjóður er að bjóða fyrir 1000 kallinn og hvað fólk er að fá í ævilangan lífeyrisrétt,“ segir Sigurbjörn. 

Sigurbjörn segir mikilvægt að gera greinarmun á nafnávöxtun og raunávöxtun. Sumir sjóðir birti eingöngu upplýsingar um nafnávöxtun, sem tekur ekki tillit til verðbólgu, en einstaklingar þurfi að vera vissir um að bera saman sambærilega ávöxtun þegar sjóðir eru skoðaðir og bornir saman. 

„SL lífeyrissjóður er með 4,4 % raunávöxtun síðastliðin 20 ár, við þurfum að skila 3,5%, þannig að við höfum verið að hækka réttindin. Ef sjóður er með lægri ávöxtun en 3,5% yfir langt tímabil þá  kann það að benda til að sjóðurinn hafi einhvern tíma skert réttindi eða gert aðrar breytingar sem hafa ekki verið sjóðfélögum í hag,“ segir Sigurbjörn. 

„Ef við einbeitum okkur á lögbundnu greiðsluna þá eru þrjú meginstef sem skipta máli: Það þarf að meta hvort 15,5% eigi ekki að fara í samtryggingu sem þýðir ævilangur lífeyrir. Einstaka lífeyrissjóðir skipta gjaldinu í bundna séreign og samtryggingu. Þriðji kosturinn er að það er hægt að taka hluta, 3,5% af 15,5%, og setja í séreign. Ég myndi segja að það ætti að horfa sérstaklega á hvernig lífeyrisjóðurinn  skiptir iðgjaldinu; er  verið að skipta því í samtryggingu, eða samtryggingu og bundna séreign. Í mínum huga er það mikilvægt að fólk greiði 15,5% í samtryggingu og það er vegna áfallatryggingarinnar, sem ég nefndi hér áður. Séreign er síðan alltaf séreign og endist meðan innistæða er fyrir hendi. En þegar þú ert með ævilangan lífeyri þá færðu greitt eins lengi og þú þarft á að halda.“ 

Sigurbjörn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri SL lífeyrissjóðs.

Lífeyrir er núna 

„Ungt fólk, ekki síst það sem jafnvel er búið að setja allt sitt í húsnæði og er að greiða af lánum, þarf að taka með í reikninginn að ýmislegt getur komið upp á á lífsleiðinni. Þá er gott að hafa byrjað að borga snemma í lífeyrissjóð, sem er síðan traust bakland fram á veginn ef í harðbakkann slær. Um leið og fólk fer út á vinnumarkaðinn er dýrmætt að hugsa strax um þessi mál,“ segir Sigurbjörn. 

Aðspurður um hvort það skipti máli að lífeyrissjóður fari eftir ábyrgri fjárfestingarstefnu og hvort umhverfissjónarmið skipti máli segir Sigurbjörn: „Lífeyrissjóðir geta í krafti fjárfestinga sinna haft áhrif á ýmsa þætti í okkar samfélagi þar á meðal umhverfismál og stjórnarhætti. Við erum vottaður lífeyrissjóður samkvæmt umhverfisvottun og þetta er orðinn aukinn þáttur í starfsemi lífeyrissjóða. Ég myndi segja að þetta er að verða sífellt mikilvægara í dag án þess að verið sé að gefa eftir í ávöxtun, þá er jafnframt verið að ýta við fyrirtækjum og aðilum um að þau hugi að því að horfa til umhverfisþátta.“ 

SL lífeyrissjóður er í Borgartúni 29, Reykjavík. Sími 570-7400, netfang sl@sl.is.

SL hentar vel fyrir sjálfstætt starfandi og unga fólkið 

Að sögn Sigurbjörns hentar sjóðurinn vel þeim sem eru sjálfstætt starfandi. „Við finnum fyrir því í auknum mæli að giggarar leita til okkar og ungt fólk líka, því við erum opinn sjóður og engum háður. Við erum með 150 þúsund sjóðfélaga sem eiga hjá okkur réttindi og marga þeirra unga. Það eru um 12 þúsund sem borga hingað reglulega. Við veitum lán, þar á meðal fyrstu kaupa lán sem hentar ungu fólki vel og síðan er hægt að nýta séreignina til að greiða inn á lánið,“ segir Sigurbjörn. 

Við hjá SL lífeyrissjóði bjóðum endurgjaldslausa ráðgjöf til einstaklinga og um að gera að hringja og kynna sér málin. Við viljum að fólk komi, tali við okkur og sé upplýst um sín lífeyrisréttindi.“ 

SL lífeyrissjóður er í Borgartúni 29, Reykjavík. Sími 570-7400, netfang sl@sl.is, vefsíða sl.is.
Opnunartími er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-16, og föstudaga frá kl. 9-14.
Símatími lífeyris- og sjóðfélagasviðs er alla virka daga frá kl. 9-14.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni