fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Kynning

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2024 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Madonna er einn þekktasti skíðabær Ítalíu sem er fallegt fjallaþorp í ríflega 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Þessi þúsund manna bær státar af fjölbreyttu skíðasvæði við allra hæfi, fallegum hótelum, glæsilegum veitingastöðum, verslunum og fallegu umhverfi. Úr miðbænum er stutt í lyftur og kláfa og skamman tíma tekur að komast upp í skíðalöndin ofan við bæinn. 

Sex mismunandi skíðasvæði eru aðgengileg frá Madonna di Campiglio. Brekkurnar eru bláar, rauðar og svartar- allt eftir getu hvers og eins. Hæstu brekkur eru í allt að 2600 metra hæð.  

Pradalago og Gröste svæðin eru þægilegust. Spinale og Cinque Laghi fela í sér fleiri áskoranir. Val di Sole og Pinzolo eru einnig spennandi valkostir innan lyftukerfis Madonna.  

Á svæðinu eru 150 km af brekkum, lyftur eru 58 talsins og eru opnar frá klukkan 8.30- 16.30 alla daga. Skíðaskólar eru margir í Madonna og  boðið upp á skíðakennslu fyrir alla aldurshópa. Flest hótel eru í göngufæri við skíðalyftur og kláfa. 

Skíðasvæðið í Madonna hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Svæðið er vel skipulagt og kláfarnir fjórir, Pradalago, 5 laghi, Spinale og Gröste, flytja skíðafólk hratt og örugglega upp í brekkurnar. Lyftukostir eru fyrsta flokks og heimamenn hugsa einstaklega vel um sólríkar brekkurnar. Öll hótel Úrvals Útsýnar eru í göngufæri við kláfana. 

Fyrsta flokks brautir 

Skíðasvæðið í Madonna hefur verið verðlaunað fyrir viðhald á skíðabrautum og leggja heimamenn mikið upp úr því að viðhalda því orðspori. Á hverjum degi má velja gott skíðasvæði með breiðum brautum og brekkum, fyrir nýgræðinga sem þaulvant skíðafólk. Þeir fyrrnefndu geta valið á milli 13 skíðaskóla. 

Eftir skíðin – Líflegur bær 

Bærinn er afar líflegur og skemmtilegur. Þegar skíðunum hefur verið lagt bíða heimamenn eftir gestum með heita skíðadrykki og dynjandi tónlist á fjölmörgum krám. Á veitingastöðum og pizzastöðum ilmar allt af ítalskri matargerð, og á kaffihúsunum fæst heimsins besta kaffi ásamt girnilegu meðlæti. 

Dinna og Helgi eru hokin af skíðareynslu og hafa marga skíðafjöruna sopið enda voru þau ung gefin saman í skíðaskála í Bláfjöllum. Helgi er verðlaunaður keppnishestur á skíðum frá gamalli tíð og fyrrum þjálfari landsliðs og Reykjavíkurliðs. Hann er verkfræðingur og starfar að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi. Helgi hefur setið í stjórn Skíðasambands Íslands, reist fljótandi skíðalyftu á Snæfellsjökli og í Kerlingafjöllum og komið að ráðgjöf og hönnun skíðasvæða. 

Italía trónir á toppnum hjá þeim hjónum. Ofan á ævintýralegt landslag Dólómítanna, milda suðræna veðurfarið og fjölbreyttu skíðaleiðirnar bætist hin stórfenglega ítalska menning, sagan og syngjandi tungumálið. Og síðast en alls ekki síst einstök og heimsþekkt matar-og vínmenning. Þau taka fagnandi á móti skíðafólki til Madonna og liðsinna og þjónusta af stakri alúð og gleði. 

Ef þið eruð með hóp vinsamlega hafið samband á hopar@uu.is.

Úrval Útsýn getur líka skipulagt skíðaferðir á önnur svæði í kringum Verona.   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni