fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Kynning

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

Fókus
Fimmtudaginn 9. maí 2024 13:35

Stjórn UAK (Ljósmyndari: Gunnlöð Jóna)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. maí standa Ungar Athafnakonur (UAK) fyrir sinni árlegri ráðstefnu tileinkaðri konum í íslensku atvinnulífi og mun hún fara fram í Norðurljósasal í Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar er UAK í 10 ár – drifkraftur breytinga en 10 ár eru frá stofnun félagsins og verður því sérstakur afmælisbragur á ráðstefnunni.

Þema ráðstefnunnar í ár mun taka mið af aldri félagsins og því verður síðasti áratugur í brennideplinum ásamt því að setja stefnu fyrir næsta áratug, bæði á einstaklingsgrundvelli og sem samfélag. Á þessum degi viljum við vekja athygli á mikilvægi kynjajafnréttis, veita vettvang til umræðna og fylla þátttakendur eldmóði. Við höfum því fengið til liðs við okkur framúrskarandi og skemmtilega fyrirlesara sem öll eiga það sameiginlegt að brenna fyrir málstaðinn.

Fyrirlesarar á ráðstefnu UAK 2024

Dagskráin er fjölbreytt en við munum heyra reynslusögur framúrskarandi kvenna í atvinnulífinu, læra hvernig við getum nýtt okkur fyrirbyggjandi læknisfræði, afhverju öryggi í framkomu getur skipt sköpum og hvernig við myndum okkur skýra framtíðarsýn. Allir þessir þættir spila mikilvægt hlutverk í að valdefla ungar konur á íslenskum atvinnumarkaði sem er eimmitt meginmarkmið félagsins.

Frá ráðstefnu UAK 2023 (Ljósmyndari: Gunnhildur Lind)

Innifalið í ráðstefnu miða er gjafapoki að andvirði 12.000 kr, 25% afsláttur í verslunum Bestseller gegn framvísun ráðstefnumiða fram að 11.maí, heill dagur af hvatningu, fræðslu og valdeflingu frá reynslumiklum konum úr atvinnulífinu, hádegismatur, kaffi og með því, Happy Hour drykkir og ís frá Little Moons að lokinni dagskrá. Ráðstefnugestir munu einnig eiga möguleika á að fá veglegan pakka frá ýmsum fyrirtækjum í tilefni stórafmælis félagsins.

Miðasala á afmælisráðstefnu UAK, laugardaginn 11.maí, fer fram á heimasíðu Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“