fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Kynning

Ný gæðavottuð útivistarlína Icewear – Black Sheep Collection

Kynningardeild DV
Mánudaginn 8. apríl 2024 10:46

Black Sheep Collection frá Icewear

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icewear kynnir Black Sheep Collection, nýja umhverfisvæna OEKO-TEX 100 gæðavottaða útivistarlínu. Vörulínan er sérstæð á heimsvísu fyrir þá staðreynd að hún er einangruð með 60 grömmum af íslenskri ullarfyllingu. Flíkurnar eru því einstaklega léttar, anda vel og gefa góðan varma, þökk sé einstökum eiginleikum íslensku ullarinnar. Hönnunin er tímalaus og umhverfisvæn en einungis er unnið með hágæða endurunnin efni í línuna þar sem hvert smáatriði er vel úthugsað. Íslenska ullarfyllingin, sem einnig er OEKO-TEX 100 gæðavottuð, er einstök einangrun en hún samanstendur af 80% íslenskri ull og 20% endurunnu PET / bio-polyester.

Ullin verið kjarninn í 50 ár

Í rúm 50 ár eða allt frá stofnun Icewear árið 1972, hefur ullin verið kjarni í þróun, hönnun og framleiðslu Icewear á fatnaði. Íslensk ullarfylling af þessu tagi er tiltölulega nýtt fyrirbæri í einangrun á útivistarfatnaði en undirstaðan í ullinni sem notuð er í fyllinguna er afgangsull sem áður nýttist ekki og hentar ekki eins vel í prjónaband.

„Það varð ákveðin bylting árið 2021 þegar Icewear setti á markað nýja útivistarlínu sem er einangruð með íslenskri ull en það frumkvöðlaverkefni hefur algjörlega slegið í gegn. Núna er Icewear aftur í fararbroddi með frumsýningu á Black Sheep Collection sem er fyrsta íslenska útivistarlínan sem er að fullu gæðavottuð með OEOKO-TEX 100 staðlinum.

Vörurnar í Black Sheep Collection koma í tveimur litum

Leiðandi í bæði hönnun og sjálfbærni

Það er mikilvægt fyrir Icewear að vera leiðandi í bæði hönnun og sjálfbærni enda er línan miðuð á alþjóðlegan markað samhliða því að vera kynnt á innanlandsmarkaði. Hönnunin tekur mið af einstökum eiginleikum íslensku ullarinnar með það að markmiði að ná fram hámarks léttleika samhliða virkni fyrir þá sem stunda útivist og hreyfingu og því er ullareinangrunin mun léttari í Black Sheep Collection.“ segir Aðalstein Pálsson forstjóri Icewear.

Black Sheep Collection línan er sérstaklega hönnuð fyrir útivist í íslenskum aðstæðum þar sem einstakir eiginleikar íslensku ullarinnar njóta sín til fulls með hámarks einangrun, góðri endingu og öndun og einstakri varmajöfnun. Ytra byrði línunnar er unnið úr endurunnum efnum sem tryggir liðleika en er um leið vatnsfráhrindandi. Black Sheep Collection er því bylting fyrir útivistarfólk sem kýs vistvænni kost og góða virkni við mismunandi aðstæður.

Tveir litir í boði

Vörulínan samanstendur af jökkum í nokkrum mismunandi gerðum, buxum og vestum í dömu- og herrasniði, stuttbuxum og pilsum, bæði síðum og stuttum. Flíkurnar koma í tveimur litum, annars vegar í svörtu og hins vegar dökkgrænu og ljósbrúnu. Fleiri spennandi vörunýjungar eru svo væntanlegar á næstu mánuðum.

Black Sheep Collection vörulínan er 100% OEKO-TEX 100 gæðavottuð en það þýðir vottun frá þriðja aðila sem tryggir að varan sé laus við skaðleg efni. OEKO-TEX 100 vísar í að 100 skaðleg efni sem geta haft áhrif á heilsu okkar og umhverfið eru athuguð og með stimplinum fullvissað um að efnin eru hrein. Viðskiptavinurinn getur verið viss um að hann er að kaupa umhverfisvæna flík, sem er vottuð af óháðum aðila sem er hvorki vörumerkið sjálft né framleiðandinn. Notast er við endurunnin efni eftir fremsta megni og allt hráefni sem er notað í flíkina: efni, tvinni, teygjur, rennilásar, smellur o.s.frv. hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er fullvottað. Allar OEKO-TEX 100 vottaðar Icewear flíkur bera QR kóða sem viðskiptavir geta skannað og aflað sér frekari upplýsinga um gæðavottunina.

Nánari upplýsingar um Black Sheep Collection og vöruúrval má einnig finna á heimasíðu Icewear.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“