fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Kynning

Hreinni framtíð hjá Kletti

Kynningardeild DV
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 10:30

Åsa Bennerstam, viðskiptastjóri hjá Scania, og Torben Dabrowski, sérfræðingur í orkuskiptalausnum bátavéla, sýndu hybrid-lausn fyrir báta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klettur bauð nýverið viðskiptavinum á kynningu sem bar yfirskriftina Hreinni framtíð og var haldin í nýrri þjónustumiðstöð fyrirtækisins að Einhellu 1 í Hafnarfirði.

„Hugmyndin að kynningunni kviknaði vegna áhuga bátageirans á nýrri rafknúinni vél frá Scania þannig að við ákváðum að sýna í heild sinni hvað við höfum að bjóða í tengslum við orkuskiptin en sýna um leið þann mikla árangur sem hefur náðst með þróun dísilvéla sem stöðugt hafa verið að minnka kolefnisspor sitt og skila hreinni útblæstri. Enn fremur voru kynntar starfrænar lausnir sem hafa gagnast vel við að stuðla að aukinni skilvirkni í orkunotkun og rekstri,“ segir Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts.

Åsa Bennerstam, viðskiptastjóri hjá Scania, og Torben Dabrowski, sérfræðingur í orkuskiptalausnum bátavéla, sýndu hybrid-lausn fyrir báta sem samanstendur af öflugum rafmótor og dísilvél sem hægt er að keyra saman eða hvort í sínu lagi. Búnaðurinn skilar framúrskarandi afli, minnkar útblástur og losun á CO2, sparar eldsneyti, dregur úr hávaða og lækkar rekstrarkostnað. Þetta er lausn sem hentar t.d. í hvalaskoðun, minni ferjur, þjónustu- og dagróðrabáta.

Rafknúnir vörubílar frá Scania

Scania er með tvær gerðir rafknúinna vörubíla; annars vegar Urban til notkunar að mestu innanbæjar og hins vegar Regional sem býr yfir 350–400 km drægni, tekur meiri þunga og er með öflugustu fáanlegu hleðslueiginleika. Klettur er þegar kominn með Urban og von er á Regional sem vann Evrópsk verðlaun í desember sem umhverfisvænasti rafknúni vörubíllinn.

Super er ný vörubílalína frá Scania með nýrri 13 lítra dísilvél, nýjum gírkassa og driflínu. Mikil framþróun hefur orðið á dísilvélinni sem eyðir nú 8–10% minna eldsneyti en síðasta kynslóð.

Super vann Green Truck of the Year og var eyðslugrennsti flutningabíll Evrópu á síðasta ári.

„Við sjáum ekki að hægt sé á allra næstu árum að ýta dísiltrukkum alveg út af markaðnum en þá er mikilvægt að endurnýja elstu bílana því það skilar rekstrarhagræðingu og jákvæðum umhverfisáhrifum, bæði hvað varðar NOx og CO2, en níturoxið er nú orðið aðeins brot af því sem það var í eldri kynslóðum véla,“ segir Kristján Már.

Klettur býður upp á stafræna þjónustu bæði fyrir Scania og CAT. My Scania-appið er í raun flotastýringarkerfi sem hjálpar að minnka kolefnisspor, halda utan um viðhaldsþörf og hámarka nýtingu bílanna. Sjálfvirkt niðurhal ökurita er í appinu og öll gögn geymd í skýjalausn Scania. CAT VisionLink er skýjahýstur hugbúnaður sem auðveldar daglegan rekstur og viðhald Caterpillar atvinnutækja sem öll eru nettengd. Hægt er að fylgjast með eldsneytiseyðslu, lesa bilanakóða, sjá viðhaldsyfirlit o.fl.


Sveinn Símonarson, Kristján Már Atlassen og Bjarni Arnarson hjá Kletti.

 Fyrsta hádrifs hybrid-jarðýtan

CAT D6XE er af nýjustu kynslóð G6 jarðýta og fyrsta hádrifs hybrid-jarðýtan á markaðnum. Hún byggir á dísil-electric tækni sem skilar allt að 50% eldsneytissparnaði borið saman við sambærilegar eldri vélar. Sífellt stærri CAT-lyftarar fara af dísil yfir í rafmagn og nýverið var meðal annars kynntur nýr 12 tonna rafmagnslyftari.

Meðal annarra tækja sem sýnd voru á kynningunni má nefna rafmagnsútfærslu af Ausa vélhjólbörum og rafknúinn liðléttingur frá MultiOne. Einnig var sýndur nýr rafmagnssorpbíl ásamt metanknúnum vörubíl frá Scania. Klettur á farsæla sögu í sölu á metanbílum. Nýju húsakynnin hjá Kletti vöktu hrifningu gesta enda aðstaðan glæsileg í alla staði.

„Við höfum tröllatrú á þessari staðsetningu, hér er Löður að opna trukkaþvottastöð, Frumherji er með skoðunarstöð í húsinu og Orkan er við endann á lóðinni með öflugar eldsneytisdælur fyrir allar gerðir ökutækja. Þannig að hér verður alhliða þjónusta fyrir verktaka í akstri, jarðvinnu- og byggingaframkvæmdum. Okkur hjá Kletti er mjög hugleikið það jafnvægi sem þarf að vera á milli þjónustu og seldra tækja og við segjum gjarnan að Klettur sé í raun þjónustufyrirtæki sem selur tæki,“ segir Kristján Már að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni