fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Kynning

„Nýverið fórum við af stað með þessa frábæru siglingu um eyjar Króatíu“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. mars 2024 10:00

Á eyjunni Hvar er blómstrandi skemmtanalíf .

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigling um borð lúxussnekkju er ein líflegasta leiðin til þess að upplifa allt það sem Króatía hefur upp á að bjóða. Siglt er um hið sögufræga Adríahaf þar sem Forngrikkir reistu áður hafnarborgir sínar.  

Króatía státar af yfir þúsund eyjum en flestar þeirra eru óbyggðar og náttúrufegurðin fær því að njóta sín til fulls, óhefluð. Eyjarnar liggja á Adríahafinu sem er þekkt fyrir sinn sterka bláa lit og fyrir hlýtt hitastig yfir vor- og sumartímann sem býður upp á mikið af sundsprettum og snorkli fyrir innfædda jafnt sem ferðamenn. Eyjar Króatíu búa einnig yfir ríkulegri fortíð en þar hefur verið byggð síðan á tímum Forngrikkja; miðaldabæirnir, rómversku rústirnar og aldagömlu kirkjurnar segja söguna sjálf. 
 

Tíu daga sigling um eyjar Króatíu

Kompaníferðir bjóða upp á æðislega tíu daga siglingu um vinsælustu eyjur Króatíu dagana 27. maí – 5. júní í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli.  

„Nýverið fórum við af stað með þessa frábæru siglingu um eyjar Króatíu og vegna mikillar eftirspurnar höfum við ákveðið að bæta við annarri. Meðal þeirra eyja sem verða heimsóttar eru Brac, Bol, Hvar og Korcula sem allar hafa sín sterku sérkenni. Á Brac er til dæmis að finna eina frægustu strönd Króatíu og hæsta fjall eyjanna. Á eyjunni Hvar er blómstrandi skemmtanalíf og Korcula er rík af fornum musterum og minjum fyrir sagnfræðiunnendur,“

segir Sara Jóhannesdóttir, sölu- og markaðstjóri Kompaníferða.

Lúxus-snekkjan sem um ræðir heitir MS Invictus og hefur ferjað sólþyrsta ferðamenn um strendur Króatíu síðan árið 2021.Um borð á snekkjunni eru öll nútímaþægindi sem þarf til þess að gestir eigi ánægjulega ferð á sjó. Hægt er að dvelja í ýmist hjóna- eða tveggja manna herbergi sem öll eru með sérbaðherbergi, loftræstingu, öryggishólfi, WiFi tengingu og sjónvarpi, til þess að þér líði eins og þú sért heima hjá þér. 

Áhöfn skipsins sér um að halda uppi skemmtilegri stemningu alla daga og ferjugestirnir kynnast hvor öðrum oft vel við þessar einstöku aðstæður. Alla morgna er boðið upp á morgunverðarhlaðborð auk þess sem að gestir fá að kynnast skipstjóranum í svokölluðum „Captains dinner“.

Ferðin er tilvalin fyrir vinapör sem vilja skapa saman ógleymanlegar minningar, fyrir náttúru- og sagnfræðielskendur og fyrir öll þau sem vilja einfaldlega upplifa undur Króatíu á landi sem á sjó. 

MS Invictus

Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara og tryggðu þér svítu um borð í þessari siglingu. 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Kompaníferða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr