fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Kynning

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. mars 2024 10:00

Kristján Berg Ásgeirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búinn að selja heita potta í 18 ár og þegar COVID var og allir voru að kaupa sér heita potta, það var bara grín við hliðina á æðinu núna. Það er algjört saunaæði runnið yfir landsmenn,“ segir Kristján Berg, eigandi Heitir pottar.is. „Við erum búin að kúvenda fyrirtækinu Heitir pottar, í dag er þetta orðið Heitir pottar og sauna.

Við erum búin að ráðast á markaðinn sem stærsta saunafyrirtæki landsins. Við erum með uppsetta 40 mismunandi klefa í versluninni sem fólk getur komið og skoðað í stórum sýningarsal. Hér er heitt á könnunni og þú röltir svo um með kaffibollann og skoðar.“

Ekki er langt síðan Kristján sjálfur uppgötvaði kosti saunaklefans. „Ég byrjaði sjálfur að stunda sauna grimmt á síðasta ári. Áður var ég ekki saunamaður, að sitja í heitu umhverfi og svitna, mér leið bara illa. En svo fór ég að læra hvernig á að fara í sauna, eins og að vera með saunahatt. Hiti leitar upp þannig að það er heitast efst í klefanum, en ef þú ert með saunahattinn þá getur þú verið lengur inni og hausinn á þér ofhitnar ekki. Þá ertu farinn að svitna á ólíklegustu stöðum, lærin og niður. Saunað hreinsar allt saman,“ segir Kristján.

Kristján segir saunað hafa góð áhrif á margt. „Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Þeir sem eru borða óhollt og lifa óhollu líferni, borða mikið af kökum og sætindum, saunað hreinsar allt út.“

Saunaklefinn endist mun lengur en Tenerifeferð

Að sögn Kristjáns er hitinn í infrared saunaklefa um 60-70 gráður. „Alvöru finnskir saunaklefar eru 80-120 gráður, þannig að við erum að vinna á öðru leveli, þetta er allt annað hitastig. Það hreinsast allt út, þú svitnar bara og svitnar. Þú verður háður saunainu, þetta er eiginlega ávanabindandi.

Góður saunaklefi í dag, svona hefðbundnar útisaunatunnur með góðum hitara heimkominn er á svona 800-1200 þúsund krónur. Það eru þeir sem við erum að selja mest af. Þetta er eins og góð Tenerifeferð fyrir 2-3 manns, en saunaklefinn dugir í 15-20 ár eða lengur. Þannig að fjárfestingin er ekki mikil og rafmagnseyðslan er grín. Þú setur klefann í samband og hann hitar sig, ég gæti trúað að hver ferð kosti 200-300 krónur, fer eftir stærð klefans og hvað þú ert lengi í hvert sinn.“

Kristján segir að einnig séu í boði tunnur sem viðskiptavinurinn setur sjálfur upp. „Svo höfum við verið með fjóra smiði frá því fyrstu tveir gámarnir komu. Smiðirnir sýndu okkur handtökin, hvernig ætti að setja klefana saman og þeir hafa ekki haft undan að setja saman. Þeir ætla að koma þrjár ferðir í viðbót til okkar og við bjóðum upp á uppsetningu frá sérfræðingum.“

Alþingi

Rökræðurnar fara fram í Alþingi

„Við erum búin að hanna okkar eigin saunaklefa sem er ferkantaður og heitir því fallega nafni Alþingi. Þar eiga rökræður að fara fram í heitu umhverfi, þar eru heitustu málin rædd,“ segir Kristján og hlær. Alþingi er 4-5 manna og fæst bæði sem venjulegur saunaklefi og einnig sem infrared klefi.

Allir klefarnir geta farið á pallinn, á möl, hellur eða gras. „Klefinn er ekki jafnungur og heitur pottur. Tunnurnar eru 600-700 kg, þannig að klefarnir geta farið á hvaða pall sem er, það þarf ekki að styrkja burðarvirkið fyrir einn saunaklefa. Alþingi er 1200 kg.“ segir Kristján. „Það er gott að hafa klefann þungan þá fýkur hann ekki, en ég mæli með að festa kleðann niður þar sem það er oft ofsaveður hér á landi.“

Matartunnan næsta æði

Hjá Heitum pottum eru einnig til sölu útisturtur, sem hefur verið mikil eftirspurn eftir að sögn Kristjáns. „Og svo það sem ég kalla matartunnu sem sumir kalla bjórtunnu. Það er saunatunna sem er kringlótt og með gleri í bakið, og með borð og stóla fyrir átta manns. Á Íslandi er svo mikið rok og rigning að það er ekki hægt að borða úti, þetta myndi henta fyrir fyrirtæki sem reyktunnu, væri gott á elliheimilum svo fólk geti farið út í ferskt loft án þess að verða veðurbarið, á leikskólum fyrir börnin að borða nesti og kennara að fylgjast með börnunum, á tjaldsvæðum, bara sem dæmi. Þetta er hrikalega sniðugt og ég held að þetta eigi eftir að slá í gegn í ár og næsta ár,“ segir Kristján.

„Við erum með klefa sem heitir Einmana og er fyrir einn einstakling, sá klefi er aðeins stærri en ísskápur og kemst hvar sem er, hvort sem þú vilt hafa hann í íbúð, bústað eða hvar sem er. Fyrir fólk sem er með gigt og annað, að fara í svona hita, það er rosalega gott. Klefinn er ódýr og góður.“

Fjölmargar heimsóknir á nýrri heimasíðu

Fyrir mánuði opnaði ný heimasíða hjá Heitum pottum og segir Kristján viðbrögðin hafa verið afar góð. „Það er hægt að kaupa allt fyrir saunað og heita pottinn á síðunni, og varan er sett í heimsendingu sama dag eða daginn eftir. Við erum með allt fyrir sauna: fötur, hatta, olíur, píska, greinar með góðri lykt til að slá á bakið, hitamæla, tímaglös, bara allt sem tilheyrir. Öll verð eru aðgengileg á heimasíðunni,“ segir Kristján. 

„Við erum einnig komin með netspjall og þar eru mjög margar fyrirspurnir á kvöldin. Heimsóknir á síðuna hafa 8000faldast frá opnun og sem dæmi í gær þegar vefurinn var mánaðargamall þá voru 800 nýjar ip-tölur. Ég hef aldrei séð svona tölur í rekstri frá því ég byrjaði fyrir 34 árum. Ég er þó ekki vefmaðurinn, ég er risaeðla þar,“ segir Kristján.

„Sonur minn Ari Steinn hefur alist hér upp í búðinni frá fimm ára aldri. Hann hefur alla tíð verið mjög áhugasamur um heitu pottana sem við höfum verið með á heimilinu og það var hann sem fékk mig til að prófa saunað. Við erum tíu að vinna í búðinni og við feðgar stöndum hér allar vaktir og Ari Steinn sér einnig um heimasíðuna og netspjallið,“ segir Kristján. 

Margir gámar með saunaklefum eru á leið til landsins og segist Kristján hann og hans fólk mjög sátt með viðtökurnar. „Ég bjóst alls ekki við þessari sprengju, það er bara saunaæði.“

Kíktu í heimsókn páskahelgina

Það er opið alla páskahelgina, fimmtudag til mánudags, í versluninni frá kl. 10 – 16. 

„Í minningunni hefur mér alltaf fundist þessi helgi svo lengi að líða. Ég verð 53 ára þann 30. mars, þannig að þá ætlum við að hafa gaman í búðinni, brjóta upp á daginn, gera okkur glaðan dag og panta pizzur og eitthvað fleira skemmtilegt. Ég hélt nú aldrei upp á fimmtugsafmælið vegna COVID,“ segir Kristján og býður alla velkomna um páskahelgina, sem og aðra daga, til að skoða úrvalið og fá góðar ráðleggingar og þjónustu.

Heitir pottar er staðsett að Fosshálsi 13, Reykjavík.
Opið er alla virka daga frá kl. 10-18, laugardaga og sunnudag frá kl. 10-16.
Páskahelgina, fimmtudag til mánudags, er opið frá kl. 10-16.

Allar nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni heitirpottar.is og í netspjallinu. Einnig má senda fyrirspurn í gegnum heimasíðuna eða á netfangið heitirpottar@heitirpottar.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
30.03.2024

„Nýverið fórum við af stað með þessa frábæru siglingu um eyjar Króatíu“

„Nýverið fórum við af stað með þessa frábæru siglingu um eyjar Króatíu“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr