fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Kynning

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Kynningardeild DV
Mánudaginn 19. febrúar 2024 09:00

Friðrik Þór segir að viðbrögðin hafi verið vonum framar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verna hefur nú opnað appið sitt fyrir öll og gildir einu hvort bíllinn er tryggður hjá fyrirtækinu eður ei. Þá munu þeir notendur sem ná í appið fyrir 1. mars geta unnið 100 þúsund króna gjafabréf frá Play. Í appinu geta notendur nálgast ýmsar upplýsingar og þjónustu en meðal nýjunga er sá möguleiki að leggja bílnum í gjaldskyld stæði án þess að greiða nein aukagjöld.

„Það kom okkur svolítið á óvart hversu margir bíleigendur virðast ekki átta sig á þeim aukagjöldum sem bílastæða-öpp leggja ofan á hefðbundin stæðisgjöld”, segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Verna en hann telur að þjónustan muni breyta miklu fyrir bílaeigendur.

„Önnur bílastæða-öpp innheimta eins og áður segir sérstök þjónustugjöld, ýmist fast mánaðargjald eða færslugjald í hvert sinn sem bílnum er lagt.  Varlega áætlað eru slík aukagjöld að jafnaði 25-30 prósent af heildarkostnaði við að leggja bílnum. Við innheimtum engin slík gjöld, og þú þarft ekki að kaupa tryggingu af okkur til þess að nota appið til að leggja”, segir Friðrik.

Hann segir að þessi ókeypis þjónusta rými vel við það markmið Verna að hugsa bílatryggingar upp á nýtt. Ekki bara gera þær sanngjarnari og gegnsærri heldur einnig að einfalda líf notanda þegar kemur að notkun bílsins.

„Við viljum að appið okkar verði eins konar „one-stop shop“ fyrir bílaeigendur.  Liður á þeirri vegferð er þessi nýjung að notendur geta nú nýtt Verna appið til að leggja bílnum í gjaldskyld stæði án aukagjalda. Viðbrögðin hafa verið vonum framar og við þökkum frábærar viðtökur. Sem dæmi má nefna að fjöldi notenda á Eyjafjarðarsvæðinu hefur fimmfaldast á örfáum dögum, sem kom okkur skemmtilega á óvart” segir Friðrik.

Besta dílinn fyrir bílinn

Í Verna appinu er að finna kort yfir bensínstöðvar í nágrenninu.  Þar má bera saman verð á milli einstakra stöðva enda sá möguleiki fyrir hendi að ódýrara bensín sé í boði í næsta nágrenni.  Í appinu er einnig að finna sérstaka afslætti á þjónustu og dekri fyrir bílinn. Má þar nefna sérkjör í bifreiðaskoðun hjá Frumherja og afslátt af barnabílstólum.  Allir geta nýtt sér afsláttinn en þeir sem tryggja hjá Verna fá enn betri díl.  Appið býður einnig upp á þann möguleika að fylla út tjónaskýrslu rafrænt, og þar má finna lista yfir öll þau framúrskarandi verkstæði sem Verna er í samstarfi við.

„Hver sem er getur sótt sér appið og það tekur vel innan við mínútu að ganga frá skráningu til að geta nýtt sér þjónustu appsins. Það er því ekki eftir neinu að bíða”, segir Friðrik að lokum.

Hér getur þú kynnt þér hvað Verna hefur uppá að bjóða fyrir öll. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak og Nuno bestir
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr