fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Kynning

Komdu með til Verona, Ítalíu í sumar!

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júní 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar er hin fullkomna þriggja daga ferð til Verona á Ítalíu rétt handan við hornið. Þar má njóta þess besta sem Ítalía hefur upp á að bjóða í stuttu borgarhoppi til Verona og upplifa allt sem maður vill upplifa í slíkri ferð.  Menning, matur, fegurð, rómantík og þröngar og sjarmerandi götur í allar áttir eru dæmi um það sem Verona býður upp á.

Boðið er upp á pakkaferðir út ágúst með beinu flugi, gistingu og ferðatösku frá 88.900 kr. á mann. Einnig er hægt að bóka beint flug aðra leið frá 19.900 kr. á mann eða báðar leiðir frá 29.900 kr. á mann.

Það er tilvalið fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum að skella sér í borgarferð til Verona hvort heldur um er að ræða matarklúbbinn eða saumaklúbbinn eða hverja aðra hópa sem langar að upplifa sumarið á Ítalíu. Farið er í loftið snemma á föstudagsmorgni og flogið heim á sunnudagskvöldi þannig að hægt er að njóta þriggja daga í þessari dásamlegu borg. Í sumar bjóða Plúsferðir líka upp á lengri ferðir til Gardavatns sem er rétt hjá Verona.

Hér má finna upplýsingar um ferðir til Verona.

Innblástur ástar og harmleiks sem allir kannast við

Verona á frægð sína að þakka einni frægustu ástarsögu í heimi um Rómeó og Júlíu sem reyndar endaði með harmleik. Borgin er nefnilega bakgrunnur þessarar frægu sögu og er einnig á heimsminjaskrá UNESCO fyrir fegurð sína og fornar byggingar.

Ein af þeim byggingum er La Arena sem er ótrúlegt dæmi um rómversk áhrif sem sjá má í borginni. Þessi völlur var byggður á tímum Tíberíusar keisara árið 30 e.Kr. en er enn þann dag í dag notaður til sýninga. Við mælum með að ganga alla leið upp á efstu hæð La Arena til að njóta stórkostlegts útsýnis yfir Piazza Bra og þessi fornu mannvirki.

Hvað er að sjá?

Verona státar af fjölda skemmtilegra og áhugaverðra staða. Listinn gæti litið svona út:

Giardino Giusti

Handan Adige-fljótsins er gullfallegur garður sem talinn er einn af gimsteinum endurreisnarinnar. Garðurinn er nefndur í höfuðið á aðalsættinni sem annast hefur reitinn frá stofnun hans árið 1591. Þótt garðurinn sé blómlegri yfir sumarmánuðina svífur þar m agnaður andi yfir vetrartíma og allan ársins hring er hann athvarf elskenda.

Gamli bærinn

Gamli bærinn er mjög skemmtilegur með þröngum götum og ítalskri matargerð eins og hún gerist best og það er einna líkast að maður hafi dottið inn í ítalska bíómynd. Marmara göngugatan Via Mazzini liggur í gegnum hjarta bæjarins að Piazza Erbe torginu sem er gríðarlega fallegt.

Museo Di Castelvecchio

Í 28 sýningarrýmum hefur þetta einstaka safn að geyma fjölda muna og minja frá rómverskum tíma, miðöldum og endurreisninni auk nýlegri listmuna. Húsnæðið er sér kapítuli út af fyrir sig en það var reist sem virkisborg um miðja 14. öld ofan á rómverskum rústum og kirkju sem að hluta til má skoða innandyra.

Hér má finna upplýsingar um ferðir til Verona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr