Vodafone á Íslandi hefur náð samning við Vodafone Group um að vera eitt af þrjátíu löndum í heiminum sem bjóða upp á internettengingu í bílum með því að nota hlutanetstækni (IoT). Þeir markaðir sem hafa náð samningum við Vodafone Group um að bjóða viðskiptavinum að tengjast interneti í bílum eru Búlgaría, Króatía, Kýpur, Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Monakó, Slóvenía og Ísland. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.
Með því að nýta hlutanetstækni frá Vodafone Group og staðbundnar fjarskiptalausnir geta viðskiptavinir Vodafone í framtíðinni notið þess að vera með internettengingu í bílnum til að tengjast app- og veflausnum sem krefjast háhraða internettenginga. Internet í bílnum kemur í stað fyrir 4G/5G farsímatengingar og munurinn er að bíllinn er með betra loftnet sem skilar betri gæðum.
,,Það er óhætt að segja að um tímamótasamning sé að ræða. Nú munum við geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn betri lausnir með háhraðaneti beint í bílinn og með nýtingu á nýjustu hlutanetstækni verða netgæðin í bílnum eins góð og heima í stofu. Viðskiptavinir munu fá frítt gagnamagn með flestum tegundum nýrra bíla í framtíðinni og þegar það klárast geta þeir keypt viðbótar gagnamagn hjá Vodafone.
Í samstarfi við bílaumboðin á Íslandi munum við kynna fyrir viðskiptavinum hvar þjónustan verður í boði, en það er mismunandi eftir bílaframleiðendum. Háhraða internettenging í bílum hvar og hvenær sem er mun gera líf okkar enn einfaldara, til dæmis með því að ná hugbúnaðar uppfærslum í bílinn. Við erum spennt fyrir að kynna þessa þjónustu betur fyrir viðskiptavinum. Okkur þykir þó alltaf mikilvægt að minna á að þó netgæðin verði betri í bílnum á enginn á að nota símann sinn undir akstri,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Vodafone.