Hekla blæs til vetrarsýningar á Laugaveginum, laugardaginn 27. janúar á milli klukkan 12 – 16. Við kynnum nýjan Volkswagen Touareg sem er kraftmesti Plug-in Volkswagen frá upphafi og glæsilega viðbót í ID. fjölskylduna – ID.7 sem valinn var bíll ársins í Þýskalandi í flokki Premium bíla (GCOTY).
Á sýningunni verður lögð áhersla á rafmagnsbíla og mun starfsfólk Heklu kynna og veita ráðgjöf um allt það nýjasta í hleðslustöðvum, en að auki verður fulltrúi frá ON á staðnum.
Við kynnum ný og betri verð á Skoda Enyaq, Volkswagen ID.4 og ID.5. Allt rafbílar sem fengið hafa frábærar viðtökur hér á landi. Þá verða sérkjör af sýningarbílum sem tilbúnir eru til afhendingar.
Að auki sýnum við ný$ merki hjá Heklu, GWM ORA sem eru vel búnir rafbílar á frábæru verði. Hinn glæsilegi Audi Q8 e-tron verður einnig á sýningunni auk flaggskipsins e-tron GT en nokkrir bílar eru til á lager sem hægt er að fá afhenta á næstu dögum.
Gestum og gangandi verður boðið upp á ljúffengan ís frá Valdísi, pönnukökur og rjúkandi kaffi frá Sjöstrand.
Björn Víglundsson framkvæmdastjóra sölusviðs Heklu:
„Hekla hefur verið leiðandi umboð í sölu á vistvænum bílum síðastliðinn áratug, það er okkur fagnaðarefni að geta boðið upp á þetta úrval rafmagnsbíla frá okkar framúrskarandi vörumerkjum. Þetta er stórt ár fyrir Heklu því fyrirtækið heldur upp á 90 ára afmæli sitt á árinu. Það er því frábært að byrja árið á því að kynna tvo glæsilega bíla, Volkswagen ID.7 og Volkswagen Touareg eHybrid. Við kynnum einnig ný og spennandi verð á okkar helstu rafbílum, Volkswagen ID.4 4Motion og Skoda Enyaq 85X. Þá verða sérvaldir sýningarbílar á sérstöku tilboðsverði sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Við hlökkum mikið til að fá fólk til okkar á laugardaginn, við lofum góðum móttökum og nýbökuðum pönnukökum.“
Nýr Touareg er kraftmesti Plug-In Volkswagen frá upphafi.
Volkswagen ID.7 hefur farið sigurför um heiminn og var meðal annars valinn bíll ársins í Þýskalandi í flokki premium bíla (GCOTY).