fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Kynning

Spennandi tilboð á beinu flugi með Úrval Útsýn til Tenerife, Alicante og Verona

Kynningardeild DV
Laugardaginn 15. júlí 2023 12:50

Verona er sannkölluð perla en þangað er hægt að fljúga í beinu flugi með Úrval Útsýn í sumar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn býður upp á fjöldann allan af spennandi flugtilboðum á afar hagstæðu verði.   Nokkur sæti eru laus í vélar sem fljúga til þessara áfangastaða á næstu dögum og vikum og úrvalið af pökkum sem eru í boði, flug og gisting, er með besta móti. Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Meðal áfangastaða eru vinsælustu ferðamannastaðir Íslendinga eins og Alicante og Tenerife en líka perlur eins og Verona, Krít og Almeria sem allir ættu að upplifa.

„Neyslumynstrið varðandi ferðalög hefur breyst mikið. Þó að enn séu margir sem að skipuleggja ferðalögin sín langt fram í tímann þá eru margir farnir að taka skyndiákvarðanir og skella sér í ferðir með skömmum fyrirvara, jafnvel bara ef að þeir eru búnir að fá nóg af veðrinu eða reykspúandi eldfjöllum,” segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar, og hlær.

Þórunn Reynisdóttir

Hún segist upplifa að Íslendingar séu farnir að fjárfesta meira í ferðalögum og þar með samverustundum með vinum og fjölskyldum frekar en dýrum mublum inn á heimilið. „Það er augljóslega mun betri fjárfestingakostur og á þeim markaði erum við sérfræðingarnir,” segir Þórunn kímin.

Allir þurfa að upplifa fjölskylduparadísina Almeria

Eins og undanfarin ár er fjöldinn er að leggja leið sína til Tenerife og Alicante enda frábærir áfangastaðir sem eru vinsælir að ástæðu. Fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað nýtt bendir Þórunn á ferðir til Verona á Ítalíu , Krítar  og Almeria á Spáni sem eru ekki síður heillandi staðir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

„Verona er frábær áfangastaður sem nýtur mikilla vinsælda. Borgin sjálf er afar falleg og sjarmerandi enda ein sú elsta í Evrópu en það er ekki síður staðsetning hennar sem gerir hana svo eftirsóknarverða. Frá Verona er stutt í margar af helstu ferðmannaperlur Ítalíu, hvort sem er það Garda-vatn, Feneyjar, Dólómítarnir eða Toskana. Möguleikarnir eru óþrjótandi,” segir Þórunn.

Þá sé Almería frábær áfangastaður fyrir fjölskylduna. Borgin sé róleg, með ekta spænskri menningu, fallegum ströndum  og fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum. Ekki skemmir fyrir að ein þekktasta og mest heimsótta borg Spánar er ekki langt undan, Granada, og dagsferð þangað er ógleymanleg reynsla.

Úrval Útsýn flýgur í beinu flugi Alicante, Tenerife, Verona og Almeria í sumar – Sjáðu flugtilboðin hér

„Þá má ég til með að mæla með spennandi ævintýraferð um Ísrael 10. – 18. ágúst í fararstjórn Stefáns Einars Stefánssonar þar sem perla Jórdaníu, Petra, verður heimsótt. Ég get líka mælt með því að ævintýraþyrstir skoði þær sérferðir sem við bjóðum upp á. Þar eru í boði frábærar ferðir til spennandi staða í Asíu og Afríku, allt með íslenskri fararstjórn.

Spennandi sérferðir meðal annars til Asíu og Afríku

Ferðast með heilsu og hreyfingu í huga

En Úrval Útsýn er leggur ekki bara áherslu á sumar og sól. Sala í haust- og vetrarferðirnar er í miklum blóma og þar er sannarlega úr nægu að velja.

„Við finnum það að fjölbreytnin skiptir viðskiptavini miklu máli og við komum til móts við það með spennandi borgarferðir á nýja staði  Til að mynda Lissabon, Riga, Marrakesh, Valencia og hina mögnuðu Lecce á Suður-Ítalíu,” segir Þórunn.

Hefðbundnari borgarferðir njóta þó enn mikilla vinsælda og þar má nefna aðventuferðir til Kaupmannahafnar, Glasgow, Dublin , Riga  og Berlín.

Hér má kynna sér fjölbreyttar borgarferðir hjá Úrval Útsýn

Þá eru sérstakar heilsuferðir sífellt að ryðja sér meira til rúms og þar hefur Úrval Útsýn svarað kalli viðskiptavina. „Golf- og skíðaferðir njóta alltaf mikilla vinsælda og við leggjum áherslu á að hafa spennandi framboð af slíkum ferðum í sölu. En síðan höfum við bætt við göngu- og hjólaferðum, sérstakar jóga-ferðir og jafnvel sérstökum crossfit-ferðum. Slíkar ferðir, þar sem hreyfing og heilsa er í forgrunni, njóta æ meiri vinsælda og við hvetjum áhugsama til að skoða úrvalið sem er í boði. Síðan má ekki gleyma því að við hjá Úrvali Útsýn erum ekki bara með tilbúnar ferðir til sölu. Við aðstoðum einnig einstaklega og hópa, til dæmis starfsmannafélög, við að skipuleggja ferðir enda getur falist í því mikið öryggi, varðandi tryggingar og ábyrgðir, að bóka í gegnum íslenska ferðaskrifstofu,“ segir Þórunn.

„Hreyfiferðir“ njóta æ meiri vinsælda 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni