Glúkósamín er í hópi efna sem líkaminn framleiðir sjálfur og nýtir sér til gagns en sú framleiðsla minnkar þó með aldrinum. Glúkósamín byggir upp brjósk og gagnast því vel við hinum ýmsu kvillum sem tengjast liðum. Inntaka glúkósamíns í formi bætiefna eykur framboð þess í líkamanum sem þýðir að viðgerðarhæfni hans eykst umfram það sem annars væri mögulegt. Bætiefnablanda af glúkósamíni og kondróitíni er talin hafa afar hvetjandi áhrif á brjóskfrumur í ræktun en hvort efnið um sig gæti gagnast hinum mikla fjölda fólks sem þjáist af fjölda kvilla tengdum liðum.
Eitt af algengustu vandamálum stoðkerfisins eru eymsli í liðum
Ýmislegt getur haft áhrif á liðheilsu okkar og er því mikilvægt að huga að ákveðnum þáttum sem geta haft jákvæð áhrif og jafnvel dregið úr eymslum. Eitt af algengustu vandamálum stoðkerfisins eru eymsli í liðum. Mismunandi er í hvaða liðum eymsli koma fram en oft og tíðum eru hné eða fingur hvað verst. Margir finna einnig fyrir eymslum í mjöðmum og ökklum. Til að koma í veg fyrir eða fyrirbyggja slíka kvilla er mikilvægt að stunda reglulega hreyfingu við hæfi, styrkja vöðva í kringum liðina og huga vel að hollu og fjölbreyttu mataræði. Að auki getur verið góður kostur að taka inn blöndu af glúkósamíni og kondrótíni í formi bætiefna sem hefur jákvæð áhrif á liðina.
Orðinn allt annar í hnjánum
„Liðeymsli í hnjám er ættgengur kvilli, mamma og báðir bræður hennar hafa öll farið í hnjáliðaskipti á báðum fótum, einnig móðurafi minn, svo ég þykist vita hvað bíður mín,“ segir Gunnar Freyr sem hefur glímt við mikil eymsli í hnjám og notað Glúkósamín & Kondróitín-formúluna frá Natures Aid í dágóðan tíma.
„Fyrir fimm árum var ég orðinn það slæmur í hnjánum að ég staulaðist um eins og gamalmenni, þá ekki nema 43 ára. Tengdaforeldrar mínir bjuggu á fjórðu hæð í lyftulausu húsi og ég kveið því að heimsækja þau vegna þess hversu vont mér þótti að ganga tröppurnar. Mér fannst ansi vont að ganga upp tröppurnar en talsvert verra að ganga niður þær. Þá var ég farinn að þurfa að ganga á hlið til að finna minna til,“ segir Gunnar Freyr sem fór alltaf í góðar hnéhlífar ef hann vissi að hann þyrfti að ganga eitthvað að ráði.
„Svo gerist tvennt seinna um sumarið. Annars vegar fer ég að hjóla af nokkrum krafti, nokkuð sem ég hafði ekki gert nema í mjög litlum mæli síðan ég var kannski 13 ára, og hins vegar fór ég að taka inn Glúkósamín & Kondróitín hylkin, tvö á dag,“ segir Gunnar Freyr.
„Þremur vikum eftir að ég byrjaði að innbyrða hylkin fórum við í heimsókn til tengdaforeldra minna. Þegar ég var kominn niður um eina eða tvær hæðir áttaði ég mig á því að ég gekk eðlilega og fann engin óþægindi í hnjánum. Allar götur síðan hef passað upp á taka inn hylkin daglega. Þegar ég hef farið í ferðalög, hvort sem það er innanlands eða erlendis, hef ég ekki alltaf nennt að hafa hylkin meðferðis en þá er eins og við manninn mælt að ég finn heldur betur fyrir því í hnjánum. Þá eykst þreytupirringur í hnjánum, óþægindi og almenn vanlíðan og það þótt ég sé ekki endilega að ganga mikið og þreyta hnén. Þetta fylgir mér ef ég gleymi að taka inn hylkin, sama hvort ég sé mikið á ferðinni eða einungis heima í afslöppun,“ segir Gunnar Freyr og kveðst afar þakklátur fyrir tilkomu Glúkósamíns & Kondróitín-formúlunnar í sína daglegu rútínu þar sem líðan hans í hnjám er mun betri.
Frábært bætiefni fyrir liðina
Glúkósamín & Kondróitín formúlan frá Natures Aid er vel samsett liðbætiefnablanda þar sem tekið er á fjölmörgum þáttum sem tengjast gjarnan eymslum og óþægindum í liðum. Auk glúkósamíns inniheldur blandan kondróitín súlfat sem er byggingarefni brjósks og geta þessi tvö efni verið afar góð saman fyrir liðina.
Dagskammtur inniheldur 1.000 mg af glúkósamíni og 200 mg af kondróitíni, ásamt engifer, túrmeriki, C-vítamíni og rósaldini. Engifer og túrmerik eru rætur sem hafa lengi verið þekktar fyrir heilsueflandi eiginleika sína og C-vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks.