fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Kynning

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Kynning
Kynningardeild DV
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 10:07

Tómas Hilmar Ragnarz, eigandi Regus á Íslandi, og Mark Dixon, stofnandi og stærsti hlutahafi Regus í góðu stuði við Minnisvarða óþekkta embættismannsins, eftir Magnús Tómasson, enda geta þeir mætt þörfum og kröfum allra; fyrirtækja og einstaklinga og þá vitaskuld einnig embættismanna, þekktra sem óþekktra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlega skrifstofuleigan Regus hefur starfað á Íslandi frá 2016 og nýtingin á starfsstöðvum Regus á Íslandi á Hafnartorgi og í Suðurhrauni 10 í hefur undanfarið verið um 90-96%.

Regus hefur á þessum árum fært kerfisbundið út kvíarnar og hefur meðal annars opnað starfsstöðvar í Reykjavík, Garðabæ, Keflavík, Borgarnesi, Stykkishólmi, á Siglufirði, Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum.

Fjórtánda og glæsilegasta aðstaða Regus á Íslandi hingað til opnar á fyrstu vikum næsta árs í 1.550 fermetra skrifstofuhúsnæði við Kirkjusand. Tómas Hilmar Ragnarz, eigandi Regus á Íslandi, fullyrðir að með  aðstöðunni á Kirkjusandi sé fyrirtækið að setja ný og áður óþekkt viðmið hvað varðar vinnuaðstöðu og aðbúnað þeirra sem þar koma til með að starfa.

Regus út um allt Ísland

„Ísland er allt undir vegna þess að fólk vill geta starfað alls staðar, þar og þegar sem þeim hentar best og okkar verkefni er að gera öllum Íslendingum, hverjum einasta einstaklingi, þetta bæði mögulegt og auðvelt,“ segir Mark Dixon, stofnandi Regus, um sameiginlegt markmið hans og Tómasar að bjóða upp á fyrsta flokks skrifstofuaðstöðu í öllum landshlutum.

Frumkvöðullinn og viðskiptajöfurinn Dixon opnaði fyrstu Regus starfsstöðina í Brüssel fyrir 34 árum og vöxturinn hefur verið mikill og stöðugur allar götur síðan. Þrátt fyrir það reiknar hann með enn frekari vexti í nánustu framtíð þar sem tæknin hafi á síðustu árum lagast hratt að hugmyndafræðinni að baki Regus auk þess sem starfshættir og vinnulag fólk sé að gerbreytast í takt við auknar kröfur um frelsi og sveigjanleika í tíma og rúmi.

Mark Dixon leit síðsumars við í nokkrum þeirra skrifstofukjarna sem Tómas hefur þegar opnað undir merkjum Regus á Íslandi. Hér leikur hann, ásamt Tómasi og Ernu Körlu Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Regus á Íslandi, á als oddi á Kirkjusandi sem opnar í ársbyrjun 2024.

Íslendingar opnir fyrir breytingum

Dixon sótti Ísland heim í fyrsta skipti síðsumars og segist afar ánægður með hversu vel gangi að hasla Regus völl hér á landi. Hann segir margt hérna hafa komið honum skemmtilega á óvart og ljóst að jarðvegurinn, land og þjóð, séu greinilega mjög móttækileg fyrir þeirri breyttu vinnumenningu sem fyrirtækið stendur fyrir.

„Þetta er mjög stafrænt land þannig að mér sýnist Ísland geta hakað í fleiri box í samanburði við mörg önnur lönd. Hér gera allir allt í appi,“ segir Dixon og nefnir sérstaklega bílastæðaöppin sem eru hér alls ráðandi.

„Þetta er frábært og breytingar verða greinilega mjög hraðar hérna. Íslendingar eru praktískt fólk og þegar tímarnir breytast eru þeir greinilega til í að breytast strax með. Segja bara: „Ókei, gerum þetta.“ Þannig að aðlögunarhæfni fólks hérna er mikil,“ segir Dixon og snýr sér að landakortinu.

Frelsi í heimi framtíðarinnar

„Ísland er tiltölulega stórt land. Miklu stærra en þú myndir ætla og Íslendingar virðast almennt mjög opnir fyrir nýjungum og fljótir að laga sig að nýrri tækni,“ segir Dixon og bætir við að þótt mannfjöldinn sé dreifður yfir stórt svæði sé  Reykjavík alger miðpunktur þannig að mikill fjöldi þarf að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið.

„Fólk annars staðar á landinu þarf því að flytja eða keyra til Reykjavíkur til þess að geta sinnt störfum sínum en í framtíðarheiminum þá geturðu bara ráðið einhvern á til dæmis Norðurlandi til starfa án þess að það sé nokkuð mál.

Viðkomandi finnur sér þá bara tilbúna skrifstofu eða starfstöð í sinni heimabyggð og tæknin gerir honum kleift að vinna þaðan. Þetta er góð framtíðarsýn sem dregur úr samgöngum, fækkar fólki á vegum úti og umhverfið nýtur góðs af,“ segir Dixon og bætir við að helsti ávinningurinn sé síðan tímasparnaður og aukin ánægja allra. „Það vill enginn eyða klukkustund, eða meira, á dag í að koma sér til og frá vinnu.“

Dixon bendir á að stjórnvöld eru víða að átta sig á kostum þessa sveigjanleika í atvinnulífinu og nefnir Frakkland sem dæmi.  „Ríkisstjórnin í Frakklandi er í raun með tilskipunum að skikka bæjarstjórnir til þess að opna svona almennar starfsstöðvar á sínum yfirráðasvæðum.“

Mark Dixon og Tómas Hilmar horfa bjartsýnir til frjálsrar framtíðar og stefna ótrauðir á opnar og sveigjanlegar starfsstöðvar í öllum landshlutum.

Fjölskyldu- og umhverfisvænar lausnir

Hann bendir síðan á að kostir þessa fyrirkomulags séu svo margir og augljósir að þessi þróun verði ekki stöðvuð. „Þetta verður að lokum eins á Íslandi og stefna stjórnvalda hlýtur að verða að sérhver Íslendingur eigi að hafa aðgang að starfsstöð með góðri tækni í nærumhverfi sínu.

Þetta er umhverfisvænt og hagkvæmt. Þú nærð fólkinu af götunum og það fær meiri tíma með fjölskyldum sínum. Jafnvel þótt samgöngurnar hérna séu heilt yfir ekki jafn tímafrekar og víða annars staðar. En þetta er þónokkuð. Fólk getur eytt fjórum tímum á dag í bíl og þar tapast vinnustundir, gæðastundir með fjölskyldunni. Að ekki sé talað um meiri skilvirkni. Þetta er gríðarlegur ávinningur.“

Skilvirk sjálfvirkni

Áhersla Dixons og Regus á skilvirkni er einn helsti hvati þeirrar stöðugu þróunar í breyttu vinnulagi sem fyrirtækið hefur leitt síðustu áratug.

„Kerfið okkar er mjög sjálfvirkt og við störfum á vefnum og kjarninn hérna á Hafnartorgi gengur á appi og umsjónarmaður byggingarinnar getur gert allt í smáforriti. Engar tölvur. Bara síminn og appið. Vegna þess að við viljum vera skilvirk.

Þetta er mjög mikilvægt. Við erum með 8 milljón viðskiptavini. 8 milljón notendur. Við erum í 121 landi. Við störfum á 47 tungumálum. Með 4000 byggingar og opnum 1000 nýjar byggingar á hverju ári þannig að við verðum að vera skilvirk.“

Framúrstefnuleg starfstöðin sem Regus á Íslandi opnar við Kirkjusand á fyrstu vikum næsta árs er með allt til alls á 1550 fermetrum. 48 vinnurými af ýmsum stærðum, þrjú fundarherbergi, opið vinnurými og „Executive Office Suite“ sem Tómas lýsir sem ákveðnum toppi nýrrar tilveru í breyttu starfsumhverfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea