Skúli Guðmundsson fór sína fyrstu ferð á heilsuhótelið Long Vita í Gdansk í Póllandi árið 2008. Megin hugmyndafræðin á heilsuhótelinu gengur út á að borða hollan mat, einkum grænmeti og ávexti, drekka mikið vatn, stunda holla hreyfingu og slökun í náttúrulegu umhverfi. Flestir sem gera þetta uppskera mikla andlega og líkamlega vellíðan eftir aðeins tveggja vikna dvöl.
„Ég hafði verið sjúklingur í tvö ár eftir uppskurð á baki, þegar ég fór í mína fyrstu ferð,“ segir Skúli. „Kílóin höfðu komið jafnt og þétt og ég var orðinn 149.5 kíló og gríðarlega kvalinn. Fyrsta heilsuferðin mín stóð yfir í fjórar vikur og ég missti 29.5 kíló. Lífsgæði mín löguðust umtalsvert allt frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á lappirnar og á vinnumarkaðinn.“
Á 15 árum hefur Skúli tvisvar misst heilsuna vegna bakuppskurðar og vefjagigtar en fundið hana aftur á Long Vita hótelinu. „Eftir stóran uppskurð á fótum í mars 2022 fór ég rakleitt aftur á heilsuhótelið til að safna kröftum og jafna mig fyrr,“ segir Skúli, sem hefur ekki lengur tölu á hversu oft hann hefur farið í frí á Long Vita hótelið til að bæta sína líðan eftir langar vinnutarnir.
„Það er enginn staður í veröldinni betri. Þegar ég kem of þungur, kvalinn og með bólgur í liðum og vöðvum þá fer ég beint í djús prógrammið,“ segir Skúli.
„Það klikkar ekki að á einum mánuði missi ég undantekningalaust 23-29.5 kíló. Á þessum ferðum mínum í 15 ár hef ég samt tekið eftir að þótt maður nái alltaf árangri þá gengur alltaf betur með því að vera í hóp með öðrum. Það er einhver óútskýrður kraftur við það að vera með mörgum sem eru að stefna í sömu átt. Það peppar mann í að ná sem bestum árangri. Long Vita heilsuhótelið fær mín bestu meðmæli fyrir fagmennsku og frábært starfsfólk. Þjónustulundin er með því besta sem ég hef kynnst á heimsvísu.“
Skúli er nú í fyrsta sinn fararstjóri á Long Vita, en hann er öllum hnútur kunnugur eftir eigin heimsóknir þangað. Þeir sem vilja frekari upplýsingar um ferðina í janúar geta fundið þær hér.