fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Kynning

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 14:42

Skúli Guðmundsson Mynd: Olga Björt Þórðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Guðmundsson fór sína fyrstu ferð á heilsuhótelið Long Vita í Gdansk í Póllandi árið 2008. Megin hugmyndafræðin á heilsuhótelinu gengur út á að borða hollan mat, einkum grænmeti og ávexti, drekka mikið vatn, stunda holla hreyfingu og slökun í náttúrulegu umhverfi. Flestir sem gera þetta uppskera mikla andlega og líkamlega vellíðan eftir aðeins tveggja vikna dvöl.

„Ég hafði verið sjúklingur í tvö ár eftir uppskurð á baki, þegar ég fór í mína fyrstu ferð,“ segir Skúli. „Kílóin höfðu komið jafnt og þétt og ég var orðinn 149.5 kíló og gríðarlega kvalinn. Fyrsta heilsuferðin mín stóð yfir í fjórar vikur og ég missti 29.5 kíló. Lífsgæði mín löguðust umtalsvert allt frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á lappirnar og á vinnumarkaðinn.“

Skúli Guðmundsson fyrir og eftir dvöl á heilsuhótelinu í Póllandi þar sem hann á 4 vikum missti 29,5 kíló.

Á 15 árum hefur Skúli tvisvar misst heilsuna vegna bakuppskurðar og vefjagigtar en fundið hana aftur á Long Vita hótelinu. „Eftir stóran uppskurð á fótum í mars 2022 fór ég rakleitt aftur á heilsuhótelið til að safna kröftum og jafna mig fyrr,“ segir Skúli, sem hefur ekki lengur tölu á hversu oft hann hefur farið í frí á Long Vita hótelið til að bæta sína líðan eftir langar vinnutarnir.

„Það er enginn staður í veröldinni betri. Þegar ég kem of þungur, kvalinn og með bólgur í liðum og vöðvum þá fer ég beint í djús prógrammið,“ segir Skúli.  

Skúli hefur ekki lengur tölu á hversu oft hann hefur farið á heilsuhótelið til að bæta sína líðan. Þessar myndir voru teknar fyrir og eftir síðustu dvöl hans sumarið 2022.

„Það klikkar ekki að á einum mánuði missi ég undantekningalaust 23-29.5 kíló. Á þessum ferðum mínum í 15 ár hef ég samt tekið eftir að þótt maður nái alltaf árangri þá gengur alltaf betur með því að vera í hóp með öðrum. Það er einhver óútskýrður kraftur við það að vera með mörgum sem eru að stefna í sömu átt. Það peppar mann í að ná sem bestum árangri. Long Vita heilsuhótelið fær mín bestu meðmæli fyrir fagmennsku og frábært starfsfólk. Þjónustulundin er með því besta sem ég hef kynnst á heimsvísu.“

Skúli er nú í fyrsta sinn fararstjóri á Long Vita, en hann er öllum hnútur kunnugur eftir eigin heimsóknir þangað. Þeir sem vilja frekari upplýsingar um ferðina í janúar geta fundið þær hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni