fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Kynning

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Kynningardeild DV
Sunnudaginn 29. október 2023 14:33

Helga Thorberg elskar Dóminíska Lýðveldið. en í bakgrunni er Saona-eyja sem hún segir að sé sinn uppáhaldsstaður í veröldinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn heldur áfram að kynna Íslendinga fyrir paradísinni Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu og býður nú í þriðja sinn upp á beint flug til eyjunnar þann 6. janúar næstkomandi. Fjöldi glæsilegra hótela er í boði fyrir ferðalanga en alls er um átta nátta ferð að ræða,

Hjónabandið gekk ekki upp en ástin á landinu dvínaði ekki

„Sjötti janúar er oft sagður leiðinlegasti dagur ársins enda hellist skammdegið yfir þegar jólahátíðinni lýkur. Ég held að það geti ekki verið betra en að fljúga þann dag af landi brott og beint í sólarparadísina,“ segir leikkonan Helga Thorberg sem er farastjóri Úrvals-Útsýn í ferðinni eins og í fyrri ferðum.

Helga hefur bundist Dóminíska lýðveldinu tilfinngarböndum og ekki síst vegna þess að hún giftist þar innfæddum manni á árum áður. Hjónabandið gekk þó ekki upp en það hefur ekki varpað skugga á karabísku eyjuna í augum Helgu. „Ég skildi við kallinn en ekki landið,“ segir Helga og hlær dátt.

Punta Cana er stórt hótelsvæði á  austurhluta Dóminíska lýðveldsins. Heimamenn hófu að þróa svæðið fyrir ferðamenn fyrir 50 árum síðan og svo vel tókst til að í dag er Punta Cana einn vinsælasti ferðamannastaður Karabíska hafsins. Helga segir að það séu ærnar ástæður fyrir því.

Isla Saona uppáhaldsstaðurinn

„Túrkísblár er uppáhalds liturinn minn og það er liturinn á sjónum við þessar fallegu sólstrandir sem  hafa iðulega verið á listum yfir bestu sólstrendur heims. Úrval Útsýn býður einmitt upp á hótelgistingar við þessar strendur,“ segir Helga. Auk magnaðra stranda þá leggja hótelin mikið upp úr hverskonar heilsutengda  þjónustu og alls konar dekur er í boði, allt frá vel útbúnum líkamsræktarstöðvum til hágæða nudds við ströndina.

En það er ekki síður svæðið fyrir utan hótelgarðanna sem heillar Helgu og hún mun sjá um þrjár skoðanaferðir á vegum Úrval-Útsýn á meðan ferðinni stendur. Í boði verður að kynnast landi og þjóð í sérstakri safari-ferð, sleppa taumnum lausum og dansa um borð í catamaran-bátsferð og svo heimsækja Saona-eyjuna og upplifa ósnortna náttúrufegurð landsins.

„Ég hef ferðast víða en Isla Saona er held ég uppáhalds staðurinn minn á jörðinni. Fergurðin þar er engu lík,“ segir Helga, sem segist ekki geta beðið eftir því að kynna fleiri Íslendinga fyrir töfrum karabísku eyjunnar sem hún unnir svo heitt.

Allar nánari upplýsingar um ferðina einstöku til Punta Cana má nálgast á vef Úrval-Útsýn

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi