Jólabjórinn er kominn í Nýju Vínbúðina þar sem boðið er upp á heimsendingu samdægurs og opið til miðnættis alla daga. Eins og oft áður er Nýja Vínbúðin heldur fyrr á ferðinni en ríkisrekni samkeppnisaðilinn sem ekki gefur viðskiptavinum kost á að kaupa jólabjór fyrr en eftir mánaðamótin. Nýja Vínbúðin hefur svarað kalli neytenda um aukna þjónustu og rýmri opnunartíma, en núna er verslunin opin frá tólf á hádegi til miðnættis alla daga.
Þá hefur hraðsendingarþjónusta Nýju Vínbúðarinnar fengið afar góðar móttökur en á höfuðborgarsvæðinu er hægt að nýta sér hana allt fram að lokunartíma verslunarinnar á degi hverjum. Nýja Vínbúðin var fyrst til að bjóða upp á þessa þjónustu hér á landi og hefur henni verið tekið fagnandi jafnt af fyrirtækjum og einstaklingum.
„Glettilega stór hópur er strax í október farinn að bíða í óþreyju eftir að jólabjór verði fáanlegur, enda hjá mörgum orðinn hluti af stemningunni í aðdraganda hátíðarhaldanna,“ segir Sverrir Einar Eiríksson, eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar.
„Við látum ekki Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins setja fólki frekari skorður í aðgengi að þessari vöru en þarf og bjóðum því jólabjór eins fljótt og auðið er. Við finnum líka að fólk kann að meta nútímalega og aukna þjónustu á þessu sviði.“
Nýja Vínbúðin er bresk vefverslun með höfuðstöðvar í Englandi en vöruhús verslunarinnar er innan evrópska efnahagssvæðisins. Í samræmi við lög eru vörur Nýju Vínbúðarinnar eingöngu afhentar þeim sem náð hafa aldri til að kaupa áfengi.
Upplýsingar um opnunartíma og afgreiðslu Nýju Vínbúðarinnar er að finna hér: https://nyjavinbudin.is/voruafgreidsla/