Íslendingar hafa fyrir löngu tekið ástfóstri við skíðabæinn Madonna di Campiglio og skyldi engan undra. Um er að ræða ómótstæðilega fallegt fjallaþorp í dalnum Val Rendena í vesturhluta Trentino héraðsins rétt við rætur vestur-Dólómítafjalla. Þrátt fyrir að í bænum búi aðeins um 1.000 manns þá státar hann státar af glæsilegum hótelum og verslunum, frábærum veitingastöðum og skíðasvæði í heimsklassa
Úrval-Útsýn býður nú upp á fimm ferðir með þaulreyndum íslenskum fararstjórum, Dinni og Helga, til Madonna í vetur, sú fyrsta laugardaginn 20.janúar og er um vikuferð að ræða. Síðan verða ferðir í boði 27. janúar, 3. febrúar. 10. febrúar og loks 17.febrúar. Flogið er í beinu flugi til Verona og þaðan er rúta til Madonna en úrval hótela er í boði fyrir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera í göngufæri við kláfana sem flytja skíðafólk upp í fjöllin.
Vinsældir skíðabæjarins byggist ekki síst á því að í boði eru sex mismunandi skíðasvæði sem henta iðkendum á öllum getustigum en hæstu brekkurnar eru í allt að 2.600 metra hæð. Alls eru í boði um 150 af brekkum, lyfturnar eru 50 talsins og eru þær opnar frá 8:30 til 16:30 alla daga. Þá geta byrjendur á öllum aldri skráð sig í kennslu í skíðaskólum.
Því fer þó fjarri að Madonna sé aðeins staður fyrir skíðafólk. Þar er fjölbreytt úrval af annarri afþreyingu í boði, til að mynda sleðar, skautar og yndislegar gönguleiðir þar sem sérstakir snjóskór eða snjóþrúgur hjálpa fólki til við að upplifa einstaka náttúrufegurð. Þá er mikið um dásamleg spa-hótel þar sem hægt er að njóta og hvílast.
Þegar degi tekur að halla leiðist engum í Madonna enda fjörugt mannlíf í bænum þar sem heimsþekkt matar- og vínmenning Ítalíu er í hávegum höfð.