fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Kynning

Upplifðu einstaka áfangastaði með Úrval Útsýn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 12. október 2023 11:57

Piazza delle Erbe í Verona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið er runnið upp með öllum sínum skemmti- og kósíheitum, og fjölskyldur og vina- og vinnuhópar fara að skipuleggja fjölmarga viðburði, hittinga, skemmtanir og ferðalög sem veturinn býður upp á.

Borgarferðir eru frábær valkostur fyrir fjölskylduna og/eða vinahópinn. Í einni ferð er hægt að skoða borg með glæsilegum byggingum, mikilli sögu, skoða söfn, fara á tónleika, versla jólagjafirnar, borða góðan mat á frábærum veitingastöðum, allt eftir því hvað freistar hvers og eins. 

Á meðal vinsælustu borga Evrópu eru Prag í Tékklandi, og Milano og Verona á Ítalíu, vor- og haustferðir til þessara borga eru mjög vinsælar.

Leyfðu Ítalíu að heilla þig upp úr skónum

Dómkirkjan Duomo di Milano og verslunargötur með flottustu tískuhúsum Ítalíu eru tvær góðar ástæður til að heimsækja Mílanó, nútímalegustu borg Ítalíu og þá næst stærstu í landinu. Það er ástæða fyrir því að milljónir sækja borgina heim árlega, auk tískuhúsanna má finna glæsileg söfn, byggingar og listaverk, leikhús og óperusýningar. Hér er allt að gerast, en á sama tíma má rölta um stræti borgarinnar, taka inn stemninguna og mannlífið og njóta. Í boði eru helgarferðir til Mílanó og borgarferð sem er fimm dagar.

Mílanó

Njóttu aðventunnar í evrópskri borg

Aðventan er tími þar sem borgir Evrópu fara í jólabúninginn og skarta sínu fegursta. Það er dásamlegt að upplifa jólastemninguna, rölta um jólamörkuðum og komast í sannkallað jólaskap, gæða sér á erlendum jólakræsingum og kynnast handverki heimamanna. 

Ítalska borgin Verona er borg lista og rómantíkur og þar er ekki hægt að láta sér leiðast. Úrval Útsýn býður upp á aðventuferð til borgarinnar í lok nóvember, þar sem tilvalið er að heillast af ítölskum jólaanda og stemningu. Bærinn er fagurlega skreyttur frá miðjum nóvember og fylla jólatré og jólamarkaðir borgina.

Verona

Suðupottur þýskrar menningar og minja

Tvær aðventuferðir eru í boði til þýsku borgarinnar Berlín, fjögurra daga ferð og fimm daga ferð, báðar í desember. Fáar borgir búa yfir jafnríkri sögu og Berlín, en borgin iðar í dag af menningu, mannlífi, verslun, veitingastöðum og skemmtistöðum. Í desember ráða jólaljós og jólamarkaðir ríkjum og er nóg um að vera fyrir ferðalanga á öllum aldri. 

Kóngsins Kaupmannahöfn

Fjölmargir Íslendingar hafa heimsótt dönsku höfuðborgina Kaupmannahöfn og margir oftar en einu sinni. Enda ekki skrýtið, borgin er ein sú skemmtilegasta í Evrópu og hér er margt að upplifa og njóta, allt frá dönsku smørrebrød til heimsóknar í Tívolí. Um mánaðamótin nóvember-desember er aðventuhelgarferð sem er sérsniðin að 60+ ferðalöngum. Hugtakið dejlig sameinar allt sem borgin býður upp á: menningu, veitingastaði, söfn, byggingar og upplifun.

Aðventuferð til Riga

Höfuðborg Lettlands er falleg borg, sem hentar vel þeim sem vilja bæði gamlar minjar, en gamli bærinn er aldagamall og á heimsminjaskrá UNESCO, og versla á hagstæðu verði. Fjölmörg kaffihús og veitingahús eru í miðbænum, spennandi verslanir og fjölbreytt mannlíf, en í borginni búa um 700 þúsund manns. Komdu með í aðventuferð til þessarar fallegu borgar.

Jólin eru einstök í Glasgow

Margir þekkja skosku borgina Glasgow vel, í það minnsta verslunargötur borgarinnar og fjölmargar verslanir þar.  Það er einstaklega gaman að vera í Glasgow á aðventunni, miðborgin er vel skreytt, tveir jólamarkaðir eru á svæðinu þar sem finna má fjölbreytt handverk og fallega listmuni kjörna í jólapakkann og yfir öllu gnæfir 15 metra hátt jólatré sem skartar fögrum ljósum og jólasveinar eru á hverju strái. Sparifötin fást á góðu verði í Glasgow, leikföng og margt fleira. Spennandi og skemmtileg aðventuferð er í boði í byrjun desember.

Hin magnaða Marrakesh

Bara nafnið heillar mann upp úr skónum og um leið og maður pakkar sér maður fyrir sér töfrandi ævintýri Þúsund og einnar nætur. Marrakesh í Norður-Afríku er einfaldlega einstök borg, litrík, kraftmikil, spennandi, heillandi. Borgin skiptist í tvo ólíka hluta, Gueliz sem er nýji hlutinn sem er í takt við vestrænnar borgir og Medina gamla borgarhlutann, sem er óskipulögð blanda af götum, verslunum, kaffihúsum og markaðstorgum þar sem tilvalið er að prútta. Í Medina er stærsta torg Afríku, Jemaa el-Fna, þar sem skarkali er mikill. Sjón er sögu ríkari. Komdu með Úrval Útsýn ógleymanlega helgarferð í lok október og kynnstu þessari mögnuðu borg. 

Stefnir hugur hópsins út?

Fjölmörg fyrirtæki gera vel við sitt starfsfólk og halda árshátíð á erlendri grundu. Hópurinn þinn, sama hversu fjölmennur hann er, er í góðum höndum hjá starfsfólki Úrvals Útsýnar. „Við komum með hugmyndir fyrir þinn hóp eða þú kemur með hugmynd að ferð til okkar og við látum hana verða að veruleika.  Við erum með samninga við fjölmörg flugfélög um allan heim. Við aðstoðum við skipulagningu ferða hvert sem förinni er heitið. Við veljum áfangastað og gistingu sem hentar hópnum. Við sjáum um að bóka veitingar, veislustjóra, veislusali, skemmtiatriði, fararstjóra, skoðunarferðir og rútur allt eftir óskum þíns hóps,“ segir Kristinn Ferdinandsson hjá Úrval Útsýn.

Kristinn Ferdinandsson

Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hefur áralanga reynslu af að aðstoða ferðalanga við að gera ferðina enn betri. Starfsfólkið er með einstaka þekkingu og veitir persónulega þjónustu. 

Úrval Útsýn er að Hlíðasmára 19, Kópavogi.
Skrifstofan er opin frá kl. 10 – 16 virka daga.
Símaverið er opið frá kl. 9 – 16 virka daga.
Síminn er 585-4000.
Netfang hópadeilda er hopar@uu.is.
Heimasíða uu.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt