fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Kynning

Vaxandi áhugi á lífsstíls- og hreyfiferðum hjá Úrval Útsýn – „Fólk kemur endurnært tilbaka“

Kynningardeild DV
Föstudaginn 1. september 2023 14:05

Unnur Pálmarsdóttir, deildarstjóri framleiðslu, lífsstíls-, fræðsluferða og sérhópa hjá Úrval Útsýn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er af sem áður var að Íslendingar skelltu sér til útlanda eingöngu yfir sumartímann. Ferðatímabil landsmanna nær orðið yfir allt árið og það sést best á framboði ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn en sala á haust- og vetrarferðum, jafnvel vorferðum næsta árs, er í miklum blóma og úrvalið ævintýralega fjölbreytt.

Vaxandi áhugi á lífsstíls- og hreyfiferðum

Í boði eru borgarferðir á spennandi staði, fræðsluferðir, ferðir fyrir Úrvalsfólk 60 ára og eldri auk sívinsæla golf- og skíðaferða. Mesti vöxturinn er eflaust í óhefðbundnari lífsstíls- og hreyfiferðum þar sem markmiðið er að hjóla, dansa Zumba, stunda crossfit, jóga eða gönguferðir um fallegar staði.

„Við verðum mjög vör við aukinn áhuga á slíkum ferðum og reynum að anna eftirspurninni með því að setja saman og bjóða upp á fjölbreyttar ferðir á spennandi áfangastaði,” segir Unnur Pálmarsdóttir, deildarstjóri framleiðslu, lífsstíls-, fræðsluferða og sérhópa hjá Úrval Útsýn.

Amalfi-ströndin er engri lík

Hún segist telja að hluti ástæðunnar sé að fólk sé orðið upplýstara um mikilvægi hreyfingar og heilsu og vilji því gjarnan tengja það inn í fríið sitt. Ná ákveðnu jafnvægi með því að stunda heilnæma líkamsrækt og njóta líðandi stundar undir berum himni en gera svo vel við sig í mat og drykk.

„Fólk er að sækjast í vellíðan, heilbrigði og þá núvitund sem fylgir því að hreyfa sig og upplifa áfangastaðina með öðrum hætti. Fólk kemur endurnært tilbaka eftir slíkar ferðir með kraft, gleði og orku í lífið,” segir Unnur.

Unnur mun sjálf stýra ferð til Kanaríeyja á næsta ári

Sterk vinátta myndast iðulega

Þá segist hún upplifa að ferðalangar kynnist betur í slíkum ferðum, félagsskapurinn sé yndislegur og oft myndast náin vinátta sem haldi áfram eftir að heim er komið. „Ég er einmitt á leið í hádegisverð með hóp sem ég var með í síðustu janúarferðinni minni,” segir Unnur.

Unnur, sem hefur kennt heilsu- og líkamsrækt um áratugaskeið, hóf störf Úrval Útsýn eftir að hafa sett saman velheppnaða heilsuferð til til Kanaríeyja fyrir nokkrum árum. Hún mun sjálf stýra slíkri ferð á sömu slóðir á vegum ferðaskrifstofunnar í október en að auki eru meira en tugur slíkra ferða á dagskrá ferðaskrifstofunnar og óðum bætast nýjar ferðir við.

„Við erum að fara setjum í sölu gönguferð um Cinque Terre á Ítalíu. Við höfum skipulagt sambærilegar gönguferðir um Amalfi Sorrento til Ítalíu undanfarin ár sem hafa notið mikilla vinsælda og seljast hratt upp, þannig eru áætluð ferð á þær slóðir í október og svo önnur um páskana 2024,” segir Unnur.

Heillandi áfangastaður er að sjálfsögðu stór hluti vinsældanna en að mati Unnar er það ekki síður góð þjónusta og skipulag sem fellur vel í kramið. Ferðirnar eru yfirleitt 8-10 dagar og ná yfirleitt yfir tvær helgar svo að fólk þurfi að taka sem allra styðst frí frá vinnu. „Við bjóðum upp á góða dagskrá í þessum ferðum, fæði, góða fararstjórn auk þess sem innlendir fararstjórar aðstoða við að gera upplifunina sem besta,” segir Unnur.

Gönguferðir um Amalfi-ströndina njóta mikilla vinsælda

„Tilhlökkunin fyrir ferðinni styttir veturinn“

Auk ferðanna til Cinque Terre og Amalfi þá eru einnig í sölu gönguferðir til Tenerife, hjólaferð til Tenerife er að detta inn í sölu, fjallgönguferð um Alicante-svæðið á næsta ári, Crossfit-ferð á til Tenerife, Zumba- og jógaferð til Kanarí og sérstaka kvennaferð til Tenerife sem eru ávallt vinsælar.

Því fer þó fjarri að Úrval Útsýn einbeiti sér aðeins að helstu áfangastöðum Íslendinga í Evrópu. „Heimurinn er allur undir hjá Úrval Útsýn,” segir Unnur kímin og bendir á hjólaferð um Kambódíu sem ráðgerð er í nóvember sem og gönguferð um Norður-Víetnam í mars á næsta ári.

Þá upplifir hún sem að slíkar hreyfi- og heilsuferðir séu mikilvægur liður í að halda fólki á braut heilbrigðis og góðrar næringar. „Tilhlökkunin fyrir ferðinni styttir veturinn og oft er fólk byrjað að leggja áherslu á heilbrigt líferni fyrir slíkar ferðir. Eftir að heim er komið heyrir maður að flestum líður svo vel að fólk heldur sig áfram við efnið,” segir Unnur.

Henni finnst sérstaklega skemmtilegt að mörg dæmi þessu eru að lítil samfélög iðkenda í líkamsræktarstöðvunum fá stundum ferðaskrifstofuna til að skipuleggja ferð til útlanda þar sem ætlunin sé að hópurinn stundi íþrótt sína saman. „Þessi upplifun að komast út saman og dansa Zumba eða iðka Yoga með æfingafélögum sínum í heitara loftslagi er engri lík” segir Unnur, sem talar af reynslu.

Úrval Útsýn tekur að sér að skipuleggja fjölbreyttar fræðsluferðir

Þá segir Unnur að eitt það skemmtilegasta í starfi hennar sé að sérsníða fræðslu – og endurmenntunarferðir fyrir starfsmannafélög, stofnanir, kennara og leikskólakennara. „Fræðsluferðir eru sífellt að verða stærri liður í starfi Úrval Útsýn. Þar leggjum við áherslu á skólaheimsóknir, heilsueflingu, þekkingu og líðan fólks bæði í starfi og einkalífi en markið er að stuðla að aukinni þekkingu sem nýtist starfsfólki í sínu starfi en ekki síður hrista hópinn saman og efla starfsandann. Þessar ferðir eru yfirleitt styrktarhæfar hjá verkalýðsfélögum sem er liður í vinsældum þeirra,” segir Unnur sem nefnir meðal annars nýlegar og velheppnaðar námsferðir á vegum Úrval Útsýn til Gdansk, Riga, Mallorca og Calpe sem góður rómur var gerður af.

Fólk kemur endurnært tilbaka eftir utanlandsferðir þar sem áhersla er lögð á hverskonar hreyfingu

Fjölbreytt úrval ferða fyrir 60 ára og eldri

Þá leggur ferðaskrifstofan mikla áherslu á að þjónusta við Úrvalsfólks, 60 ára og eldri. Sérsníða ferðir og dagskrá sem hentar öllum en alls eru fjórtán ferðir á dagskrá fyrir þennan hóp. Þar eru meðal annars hefðbundu vinsælu ferðirnar okkar til Kanarí, Tenreife og Costa Del Sol. Einnig eru hreyfi- og lífstílsferðir í boði auk siglinga um Miðjarðarhafið, gríska eyjahafið og Karíbahafið auk aðventuferða. Við erum með beint flug á þessa áfangastaði og góða flugtíma sem er mikilvægt fyrir Úrvalsfólkið okkar. „Þessi hópur er mjög áhugasamur um að ferðast allt árið í kring og leitar í gott skipulag, þjónustu og það öryggi sem traust íslensk fararstjórn og ferðaskrifstofa veitir,” segir Unnur.

Hún segir það forréttindi að skipuleggja ferðir fyrir þennan aldurshóp. „ Ég finn það áþreifanlega að fólk er ungt þó að það sé komið á áttræðisaldurinn. Lífið er allt annað núna en fyrir 30 árum síðan og þessi markhópur yngist með hverju árinu segi ég. Mikill og góður vinskapur myndast í þessum ferðum sem er ómetanlegur. Úrvalsfólkið okkar kann vel að meta að vera með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á meðan ferðinni stendur og það myndast yfirleitt einstök stemming í þessum ferðum sem skilar sér í því að margir fara að leggja drög að næstu ferð um leið og þau lenda. Tilhlökkunin er svo mikilvæg ” segir Unnur.

Mikil stemning myndast iðulega í ferðum Úrvalsfólks – 60 ára og eldri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni