fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Kynning

Heitir pottar fyrir íslenskar aðstæður – „Sala á rafmagnspottum hefur aldrei verið meiri“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson hefur selt heita potta í nærri 20 ár og er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því hvaða pottar henta hverju heimili eða fyrirtæki best. Heitu pottana má skoða á vefsíðunni heitirpottar.is og að Fosshálsi 13, Reykjavík. 

„Sala á rafmagnspottum hefur aldrei verið meiri og Queen er mest seldi potturinn hjá okkur á þessu ári.  Hann hefur slegið í gegn og er potturinn íslensk hönnun frá A-Ö,“ segir Kristján.

„Við höfum verið í góðu sambandi til 16 ára við okkar framleiðanda og þar eru framleiddir fyrir okkur gæðapottar sem eru sérstaklega gerðir fyrir íslenskar aðstæður.  Vindur á Íslandi  er það sterkur og kuldinn það mikill að einangrun og hitari þurfa að vera í mestu gæðum.“

Kristján segir tvennt skipta máli þegar kemur að því að velja sér rafmagnspott.  „Í fyrsta lagi þá er það einangrunin og í öðru lagi þá er það stærðin á hitara. Okkar framleiðsla er með þykkri og góðri einangrun og potturinn kemur með 6 kw hitara, sem heldur vel hita, fyrir okkar harðgerða land.“

Kristján og félagi hans bregða á leik í pottinum
4 Queen Black hitaveituskel í heimahúsi

Queen potturinn er til í þremur útfærslum:  

*Sem hitaveituskel, þá þarf kaupandi að setja niðurfall, ljós og einangrun sjálfur og fá pípara til þess að setja hitagrind.

*Sem „Plug & Play“, sem er útfærsla sem er mjög vinsæl. Þá kemur potturinn einangraður, ljós komin í pottinn, burðargrind og klæðning.  Potturinn er þá tilbúinn á pallinn og píparinn á þá bara eftir að tengja tvö rör: vatnið að pottinum og vatnið frá pottinum. 

*Þriðja og vinsælasta útfærslan er í rafmagnsútgáfu.  Þá þarf kaupandi aðeins að fá rafvirkja til þess að tengja rafmagnspottinn við rafmagn.  Ekki þarf að leggja vatn að né frá pottinum, heldur er garðslangan notuð til þess að fylla pottinn.  Hreinsikerfið í pottinum sér svo um að viðhalda hreinleika pottarins.   

„Við hjá heitirpottar.is erum þjónustufyrirtæki og aðstoðum alla sem þurfa á aðstoð að halda í sambandi við potta.  Okkar hlutverk er að kenna fólki að hugsa um pottinn, viðhalda vatninu hreinu og annað sem þarf að gera til þess að gera pottaferðina skemmtilega og einfalda,“ segir Kristján. 

Allar upplýsingar um heita potta má fá í síma 777-2000, á vefsíðunni heitirpottar.is og með því að senda tölvupóst á heitirpottar@heitirpottar.is

Opið er að Fosshálsi 13, Reykjavík mánudaga til föstudaga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 10-15.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“