Mosfellsbær hefur slitið samstarfi við Eldingu líkamsrækt sem verið hefur verið í gangi síðustu 16 ár. Elding hefur séð til þess að almenningur hefur haft aðgang að fullkomnum líkamsræktarsal og hafa þúsundir Mosfellinga nýtt sér aðstöðuna að Varmá en þar eru einnig sundlaug og gufuböð.
Elding hefur í gegnum árin staðið fyrir samstarfsverkefnum á borð við Hraustir krakkar eftir skóla, einnig verið í nánu samstarfi við grunnskóla Mosfellsbæjar þar sem grunnskólanemar hafa haft aðgang að líkamsræktarsalnum í íþróttavali, einnig hafa þeir sem ekki hafa getað mætt í hefðbundnar íþróttir átt kost á að fara í tækjasal.
Aðgengi fatlaðra að salnum er gott, einng hefur Elding staðið fyrir sérkennslu eldri borgara í tækjasal.
Líkamsræktarsalurinn verður opinn út júní. Elding líkamsrækt leitar nú að nýju húsnæði í Mosfellsbæ og leitar að sjúkraþjálfara í samstarf.