fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Kynning

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Kynning
Kynningardeild DV
Föstudaginn 31. mars 2023 17:00

Taktu þátt og upplifðu Norðurland á alveg glænýjan og ævintýralegan máta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páskaleikur DV er hafinn og að þessu sinni er Norðurlandið fagra í forgrunni. Vinningarnir eru af veglegra tagi og telja flúðasiglingu, bílaleigubíl, hvalaskoðun, út að borða og reiðtúr.

Ekki er einungis um að ræða eitt fegursta svæði landsins með óviðjafnanlegum fjöllum, firnindum, fossum og fornum eldstöðvum, heldur býður svæðið upp á einstök ævintýri fyrir unga sem aldna.

Páskaleikur DV

Taktu þátt í Páskaleik DV með því að skrá þig í eyðublaðið hér að neðan og þú munt eiga tækifæri á að vinna glæsilega vinninga frá helstu ferðaþjónustufyrirtækjum á Norðurlandi. Með vinningunum er hægt að setja saman eina glæsilegustu ævintýraferð sem sögur fara af. Dregið verður úr nöfnum þátttakenda á miðvikudaginn 5. apríl og hreppir einn heppinn sigurvegari glæsilega vinninga frá nokkrum af flottustu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Vinningshafanum er frjálst að nýta öll gjafabréfin í einni allsherjar afþreyinga- og ævintýraferð eða hvenær sem hentar hentar annars.

Fyrir ferðalagið

Bílaleiga Ak. leggur til bílaleigubíl í þrjá sólarhringa fyrir ferðalagið. Fjöldi leigustöðva um land allt tryggja þér úrvals þjónustu árið um kring. Bílaleiga Ak. býður mikið úrval nýrra, sparneytinna og vel útbúinna bíla. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki.

Bílaleiga Ak. leggur til bílinn í ferðalagið.

 

Rólegur kúreki

Norðurlandið er eitt þekktasta hestamannasvæði landsins og Pólar hestar gefa hestaferð fyrir tvo. Þar sem fjöllin í fjörðum mæta Atlantshafinu eru margar sögur sem segja frá földum búsvæðum álfanna. Þessi „heimkynni“ álfanna, með sína einmanalegu firði, gróðursælu dali, hvítfryssandi ár og mögnuðu fjöll er sannkölluð paradís fyrir hesta og knapa. Landslagið í kringum bæinn Grýtubakka býður upp á ógleymanlega reynslu bæði fyrir reyndustu knapa og algjöra byrjendur.

Pólar hestar gefa reiðtúr fyrir tvo um eitt fallegasta svæði landsins.

Adrenalínið flæðir

Víking rafting gefur flúðasiglingu fyrir tvo í Austari-Jökulsá með hádegismat. Sigurvegarinn í Páskaleiknum getur boðið einum með sér í heimsklassa flúðasiglingu niður hina stórbrotnu Austari-Jökulsá. Þetta er upplifun fyrir þau ævintýragjörnu sem vilja finna adrenalínið flæða um æðarnar. Eftir ferðina verður boðið upp á ljúffengan hádegisverð eldaðan úr gæða hráefni úr Skagafirði.

Leyfðu adrenalíninu að flæða um æðar þér í æsispennandi flúðasiglingu.

Heilsaðu upp á risana

Whale watching gefur miða fyrir tvo í hvalaskoðun. Hvalaskoðunin á Hauganesi er elsta hvalaskoðun landsins og er staðsett í hjarta Eyjafjarðar. Við ætlum að bjóða vinningshafanum og einum með að koma og njóta hvalanna í Eyjafirði.

Upplifaðu náttúruna og samband þitt við hana á nýjan hátt í hvalaskoðun.

Gott í gogginn

Rub 23 býður vinningshafanum út að borða að andvirði 30.000 kr. Veitingastaðurinn hefur það að markmiði að bjóða upp á fjölbreyttan, einfaldan og spennandi valkost fyrir breiðan hóp viðskiptavina.

Rub 23 á Akureyri er einn ástsælasti veitingastaður Norðlendinga og gesti Norðurlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni