The House of Beauty má segja að sé sú eina sinnar tegundar hér á landi. Stofan býður upp á sérhæfð meðferðartæki og heildstæðar lausnir fyrir heilsu og líkamlegt útlit, án skurðaðgerða og inngripa. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, oftast kennd við Gyðju Collection, er konan á bak við The House of Beauty.
„Við teljum meðferðatækin okkar og líkamsmeðferðirnar með þeim fremstu í heiminum í dag. Ætli The House of Beauty sé ekki eins konar mekka líkama og heilsu. Við erum að hjálpa fólki að bæta heilsuna og auka sjálfstraustið alla daga og það er það mikilvægasta sem við gerum.“
Meðferðirnar eru lofaðar hér á landi og víða um heim. Stórstjörnurnar Khloe og Kim Kardashiansystur hafa meðal annars sýnt frá því þegar þær fara í húð- og grenningarmeðferðina Velashape, sem The House of Beauty býður upp á. Auk þess er þekkt að Victoria’s Secret fyrirsæturnar stunda meðferðina grimmt áður en þær stíga á svið.
„Það vinsælasta hjá okkur eru „makeover“ pakkarnir. Þar má nefna SKIN makeover, Húð og grenningar makeover, Heilsueflingu, Tummy tuck og fleira. Þá mætir viðkomandi í sérvaldar meðferðir nokkrum sinnum í viku í nokkrar vikur, með ákveðið markmið í huga.“
Árangur sem vekur eftirtekt
„Jákvæðar árangurssögur hjá okkur í dag skipta hundruðum. Við þrýstum aldrei á fólk að birta myndirnar af sér og margir ná frábærum árangri sem aðeins þeir og meðferðaraðilar vita af, enda leggjum við mikið upp úr trúnaði við viðskiptavininn. Svo eru alltaf einhverjir sem leyfa okkur að birta myndirnar og sýna fólki árangurinn og okkur þykir mjög vænt um það,“ segir Sigrún. Fjölda fyrir og eftir mynda viðskiptavina The House of Beauty má sjá á instagrammi stofunnar, @ thehouseofbeauty_iceland.
Eru meðferðir The House of Beauty fyrir alla?
„Stutta svarið er nei. Þumalputtareglan er sú að þinn árangur er okkar markmið og árangurinn byggist á samstarfi meðferða, meðferðaraðila og viðskiptavinar. Líkami hvers og eins bregst mismunandi við meðferðum og ef tilskilinn árangur næst ekki fljótlega eftir að prógramm hefst, er mikilvægt að láta meðferðaraðila vita, svo hægt sé að gera breytingar á prógramminu. Fókusinn hjá okkur er ekki sá að viðskiptavinir missi ákveðinn fjölda kílóa, heldur frekar að árangur sjáist með berum augum og á myndum. Við aðstoðum við að vinna á staðbundnum breytingum á fitusöfnun, slappri húð, bjúg, bólgum, slitum og ýmsu öðru,“ segir hún.
Totally Laser Lipo bræðir staðbundna fitu
„Totally Laser Lipo er sem dæmi meðferð sem er algjörlega sársaukalaus. Hún umbreytir fitu úr föstu í fljótandi form sem losast út með eðlilegum hætti í gegnum sogæðakerfið. Meðferðin tekur aðeins 20 mínútur og unnið er með eitt svæði í meðferðinni. Við ummálsmælum fyrir og strax eftir meðferðina og árangurinn kemur strax í ljós en heldur svo áfram að aukast næstu 72 klukkustundirnar,“ segir Sigrún. „Þessi kona kom til okkar tvisvar í viku í átta vikur. Hún byrjaði í Totally Laser Lipo með áherslu á magasvæðið og fór í fitform beint á eftir til að stinna og styrkja vöðva og fullkomna árangurinn.“
Takk fyrir mig, þið losnið aldrei við mig
„Hún Kristín Wium var svo dásamleg að leyfa okkur að sýna hennar frábæra árangur. Hún byrjaði hjá okkur í meðferðum 28. janúar og kláraði prógrammið 22. mars. Það eru rétt rúmar 7 vikur á milli mynda og árangurinn hennar glæsilegur,“ segir Sigrún. Kristín sendi þessi fallegu orð: „Í janúar var ég algjörlega að gefast upp á sjálfri mér, fannst ég þung bæði andlega og líkamlega. Ég var búin að íhuga alls konar, bæði magaaðgerðir og fitusog.
Svo sá ég viðtal við Sigrúnu og ákvað að kynna mér meðferðirnar sem í boði eru hjá The House Of Beauty. Ég fór í kjölfarið í mælingu og ráðgjöf og keypti mér tíma í Velashape og í Silk. Þá var ekki aftur snúið! Ég fór tvisvar sinnum í viku og eftir fimm vikur voru 37 cm farnir af mér. Það sem þessar meðferðir hafa gefið mér! Á þessum vikum missti ég tíu kíló líkamlega, en svo miklu meira andlega.
Ég hlakka til þess að mæta í tímana mína, bæði vegna þess að árangurinn hefur verið svo frábær en ekki síður vegna yndislegu stúlknanna sem þarna vinna. Takk fyrir mig, þið losnið aldrei við mig,“ segir Kristín.
Afslættir sem munar um
Black Friday helgin og Cyber Monday eru orðnir risadagar í netverslun og er The House of Beauty þar engin undantekning. „Þegar ég opnaði stofuna fór ég strax af stað með netverslun, þó svo ég væri að selja þjónustu en ekki hlut. Það eykur þægindi og sparar viðskiptavinum og starfsfólki sporin. Það kom strax í ljós að það var gæfuspor enda veigra fæstir sér við að kaupa meðferðir eða makeover á netinu í dag. Við pössum líka að hafa eftirleikinn einfaldan og ekki of bindandi fyrir viðskiptavini. Kortin okkar renna ekki út og hægt er að breyta um meðferðir eða pakka, ef það kemur í ljós að við teljum að annað meðferðarprógramm henti viðkomandi betur en það sem keypt var.“
Ómótstæðileg sprengitilboð
„Við erum með ómótstæðileg tilboð í gangi yfir helgina sem gilda til miðnættis á mánudaginn 28. nóvember, Cyber Monday. Því borgar sig að hafa hraðar hendur. Við bjóðum 40% afslátt af völdum Black Friday og Cyber Monday sprengjum. Einnig er 30% afsláttur af öllum öðrum meðferðum og pökkum.
Að auki lækkum við verðin verulega á völdum meðferðum og pökkum nokkrum sinnum yfir sjálfan Black Friday í klukkutíma í senn.
Verðlækkanir verða tilkynntar á Facebook-viðburði sem nálgast má á Facebook-síðu The House of Beauty. Nú er klárlega tækifærið til að kaupa sér meðferðir eða makeover pakka á besta verðinu. Fyrstu fimmtán sem kaupa á tilboðunum í vefversluninni fyrir 50.000 krónur eða meira fá svo veglegan kaupauka, eða frían tíma í Msculpta að verðmæti 34.900 krónur.
Núna er því kjörið tækifæri til að undirbúa sig fyrir jólin, byrja nýtt ár með stæl og láta markmiðin verða að veruleika. Einnig er tilvalið að næla sér í gjafaöskju á tilboði til að gefa ástvini heilsu og vellíðan í jólagjöf,“ segir Sigrún að lokum.
Áhugasamir geta kynnt sér Black Friday & Cyber Monday tilboðin betur á vefsíðu The House of Beauty. Hægt er að bóka tíma í fría mælingu og ráðgjöf hjá sérfræðingi á einfaldan hátt á vefsíðunni.