fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Kynning

Íslenskt hugvit hjálpar fólki að ná árangri

Kynning
Kynningardeild DV
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 09:43

Healing Iceland CBD byggir á notkun CBD sem er virkt efni sem finnst í kannabisplöntunni og hefur verið notað til heilsubótar, útvortis sem og innvortis í þúsundir ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vörurnar frá Healing Iceland CBD hafa farið sigurför hjá Íslendingum undanfarið. „Það er frábært að sjá hvað fólk er ánægt með vörurnar sem við bjóðum upp á og best af öllu er að fylgjast með fólki ná árangri,“ segir Sigurður hjá Healing Iceland.

„Sproti CBD línan frá Healing Iceland CBD er unnin eftir íslensku hugviti í samstarfi við virt fyrirtæki í Bandaríkjunum. Lyfjafræðingar okkar nýta þannig bæði íslenskt hugvit í bland við reynslu og þekkingu frá samstarfsaðilum vestanhafs til að tryggja sem mestu gæði á vörum Healing Iceland CBD. Sproti línan samanstendur af CBD serumi, CBD kremum og CBD olíum,“ segir Sigurður Kristinn Sigurðsson, ráðgjafi fyrir Healing Iceland CBD.

Nýjungar á teikniborðinu

Healing Iceland CBD byggir á notkun CBD sem er virkt efni sem finnst í kannabisplöntunni og hefur verið notað til heilsubótar, útvortis sem og innvortis í þúsundir ára. Fyrirtækið hefur sett nokkrar vinsælar vörur á markað og eru nokkrar fleiri vörur í þróun sem byggir á virkni CBD.

„Á næstu vikum kemur 10.000 mg olía í 30 ml flösku með 33% CBD. Þetta er frábær vara sem getur hjálpað fólki með erfið vandamál og verki. Einnig munum við hafa sömu olíu fáanlega í 10 ml flöskum fyrir þau sem vilja prófa sig áfram og kaupa minni einingar. Það eru svo fleiri línur á teikniborðinu hjá okkur sem koma til með að hjálpa fólki og dýrum að innan sem utan,“ segir Sigurður.

Ísland er mjög aftarlega

Sigurður fagnar því að Íslendingar séu farnir að prófa sig áfram í framleiðslu á hampi til að nýta í heilsubætandi vörur. „Það eru til mjög mörg ólík afbrigði af hampi eða cannabis plöntum sem eru ræktuð um allan heim til að þjóna mjög mismunandi tilgangi. Hér heima gætum við gert svo miklu betur og Healing Iceland CBD gæti verið leiðandi í þeirri vegferð ásamt fleiri góðum aðilunum hér á landi.

Hér á Íslandi stöndum við mjög aftarlega þegar kemur að lagasetningu um framleiðsli á hampi og cannabisvörum, ef miðað er við löndin í kringum okkur. Um allan heim er verið að opna fyrir allt sem tengist CBD því það eru hrein og klár mannréttindi að fólk fái að velji á milli þess að nota morfín/ópíumlyf eða geta notað CBD vörur. Það er hræðilegt að sjá hvernig ópíumlyf eru mikið notuð við ýmsu. Þess má geta að fimmta hver kona á Íslandi notar ópíum að staðaldri.

Það þarf að lögleiða notkun og framleiðslu á CBD sem allra fyrst svo við getum rannsakað mismunandi kannabínóíða og hvernig við getum þróað og prófað virkustu vörurnar fyrir ólík vandamál. Við stöndum frammi fyrir spennandi tímum og sjálfum finnst mér stórkostlegt að taka þátt í vegferð Healing Iceland CBD að framleiða jákvæðar vörur sem menga ekki. Þvert á móti hjálpa þær umhverfinu, samfélaginu, fólkinu og dýrunum.“

Fyrir (t.v.) og eftir (y.h.) notkun. Hér má sjá afrakstur af notkun CBD líkamskrems og CBD serum. Þessi kona er með sykursýki og vandamál á fótum. Hún bar vörurnar á sig í þrjár vikur og uppskar þennan stórkostlega árangur. Hér sést gott dæmi um hvað fólk getur náð frábærum árangri með réttum vörum sem virka.

Grænar vörur og græn framleiðsla

„Við hjá Healing Iceland CBD munum ekki koma til með að rækta utandyra. Í staðinn sjáum við fyrir okkur gríðarlega möguleika í hátækniframleiðslu innandyra, með notkun á grænni íslenskri orku og heita vatninu okkar sem bæði eru ómetanlegar auðlindir. Við munum rækta hamp með mismunandi eiginleika sem henta í ólíkar vörur til að tryggja mestu gæði á CBD, CBG og annarra kannabínóíða fyrir viðskiptavini okkar.

Opnari löggjöf í kringum framleiðslu á CBD myndi opna mörg tækifæri fyrir okkur til framtíðar og gera okkur kleift að vera leiðandi í þróun og framleiðslu á CBD og CBG vörum í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Það er mikilvægt að fólk sem er verkjað, fái raunverulegan valkost á milli þess að vera á sterkum lyfjum eða á náttúrulegum efnum eins og CBD.

Það að CBD vörur séu aðgengilegar fyrir alla hefur jákvæð áhrif á samfélagið. Það er mjög algengt að fólk í dag sé yfirkeyrt að álagi, streitu og kvíða. Bólgur, svefnvandamál og taugaverkir verða sífellt algengari og margir glíma við áfallastreituröskun. Prófanir sýna að CBD olíur geta hjálpað mjög við öllum þessum vandamálum og sum hafa náð góðu jafnvægi í sínu lífi og líðan með notkun CBD olía.“

Healing Iceland CBD sendir um allan heim

Healing Iceland CBD er að sögn Sigurðar að undirbúa umbúðir fyrir erlendan markað. „Allar vörur okkar eru skráðar í evrópskum gagnagrunni og prófaðar á rannsóknarstofu. Núna erum við að leita að endursöluaðilum til þess að selja vörulínu okkar víða um heim. Ég hvet fólk eindregið til að hafa samband við mig ef það hefur áhuga á að selja Healing Iceland CBD erlendis,“ segir Sigurður.

Nánari upplýsingar má finna í vefverslun healingiceland.is. Healing Iceland CBD heldur einnig úti fróðlegri Facebooksíðu, Healing Iceland, þar sem hægt er að skoða reynslusögur og fróðleiksmola um CBD og notkunarmöguleika þess. Frí heimsending hvert á land sem er.

Gjafaleikur Healing Iceland og DV

Healing Iceland og DV standa nú fyrir glæsilegum gjafaleik. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að skrá þig í pottinn hér að neðan. Dregið er úr vinningum þriðjudaginn 8. nóvember. „Að þessu sinni gefum við þremur heppnum aðilum tvær 30 ml flöskur af einni okkar vinsælustu vörum, 5000mg CBD – CBG olíu. Þessi olía, ásamt 2500 mg olíunni eru okkar vinsælustu vörur og seljast vel um land allt. Við sendum þessar vörur líka reglulega út í heim til viðskiptavina þar sem kunna að meta þær,“ segir Sigurður.

CBD og CBG olíurnar innihalda hágða CBD og CBG sem og aðra kannabínóíða. MCT er notað sem burður en annars eru engin aukaefni sem tryggir einstök gæði og mikla virkni. „Þessar olíur hafa hjálpað mörgum að ná frábærum árangri og geta hjálpað til við að vinna á mörgum vandamálum eins og taugaverkjum, höfuðverki, kvíða, mígreni, bólgum, áfallastreituröskun, svefnvandamálum, gigt, sóriasis, ADHD, einbeitingarleysi, vanlíðan, pirringi, ógleði, parkinson, ms, endómetríósu og mörgu fleiru. Íþróttafólk notar einnig í auknum mæli CBD sem fæðubótarefni til að viðhalda orku, bæta endurheimt og líða vel í eigin skinni,“ segir Sigurður.

Skilmálar: Með því að taka þátt og senda inn gögn samþykkir þú notkun persónuupplýsinga. Skilyrði fyrir þátttöku er skráning með nafni og símanúmeri sem er einungis notaðar til þess að draga vinningshafa og verður eytt af leik loknum. Gefir þú upp netfang veitir þú Torg ehf leyfi til að senda þér tilkynningar um gjafaleiki auk annarra markpósta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi