Þann fyrsta október opnaði ný og glæsileg verslun Losta á Laugavegi 51. „Konseptið er það sama og í versluninni í Borgartúninu, en hér á Laugavegi ætlum við að bjóða gestum upp á lengri og betri opnunartíma,“ segir Saga Lluvia, eigandi Losta.
Losti er svo miklu meira en verslun með leiktæki ástarlífsins. Ævintýrið hófst sem vefverslun sem þróaðist út í að gegna einnig hlutverki veftímarits. Þegar verslun Losta opnaði í Borgartúninu vissi Saga að hún vildi hafa þar notalegt andrúmsloft, þar sem gestir gætu komið, gluggað í bækur um kynlíf, fræðst um allt tengt kynlífi, skoðað úrvalið af leiktækjum ástarlífsins og haft það notalegt.
Viðburðir og hópakynningar í Losta
Losti í Borgartúninu hefur síðustu ár verið ein helsta kynlífsmiðstöð landsins með fjölda viðburða, námskeiða og fræðsluerinda þar sem gestir fá að vita allt sem þeir vildu vita um kynlíf og meira til.
Losti býður upp á sívinsælar heimakynningar. „Við mætum þá í heimahús þar sem eru í gangi stórafmæli, gæsa- eða steggjapartý eða annað og kynnum þau leiktæki sem eru vinsælust hverju sinni og spennandi. Heimakynningarnar slá alltaf í gegn og við bjóðum að sjálfsögðu upp á að koma í heimahús með kynningar og skemmtanir.
Við höfum við líka tekið á móti hópum í Borgartúninu í samskonar kynningar. Þar er aðeins öðruvísi fílingur því hjá okkur er fólk umkringt leiktækjum, komið inn í aðra veröld þar sem kynlífið og lystisemdir þess skiptir allra mestu máli. Þá er líka algengt að hóparnir geri sér kvöld úr kynningunni og fari út að borða saman áður eða eftir. Það er alltaf rífandi stemning í hópunum á þessum kynningum og þau sem kaupa eitthvað eru spennt að fara heim og njóta kaupanna, í einrúmi eða með makanum.
Í verslun Losta á Laugavegi vinnum við núna hægt og rólega að því að geta tekið á móti hópum líka, hvort sem er í kynningar, námskeið eða annað. Þetta verður sama hugmyndafræði og svo bætir lífið á Laugaveginum ákveðnu elementi við, enda erum við mun nær skemmtanamiðju bæjarins en í Borgartúninu,“ segir Saga.
Halloween gleði framundan
Það var margt um manninn á fyrstu opnunarhelgi Losta á Laugaveginum en 20% afsláttur var þá í versluninni og kynntar voru nýjar og spennandi vörur. „Núna um helgina, laugardaginn 29. október, verður hrekkjavökupartý í búðinni. Gamanið byrjar klukkan 18:00 og lýkur klukkan 20:00. Það verða sérstakir afslættir í boði sem gilda einungis frá kl. 18-20 þennan dag og svo erum við með veglega kaupauka fyrir fyrstu 50 viðskiptavinina. Það er því um að gera að mæta snemma.
Fylgstu með
Það er svo sem sjaldan sem það er ekki eitthvað húllumhæ í Losta en áhugasömum er bent á að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum. Við erum virk á Instagram undir nafninu @Losti.is og auglýsum þar nýjar vörur, afslætti, skemmtilega viðburði og fleira sem er í gangi í verslunum okkar. Það getur verið snúið að auglýsa kynlífstæki á hefðbundinn hátt þar sem það eru oft strangar reglur um svona “explicit content” á samfélagsmiðlum, en við gerum okkar besta við að hafa efnið skemmtilegt, fræðandi og hæfilega æsandi.“
Hannað fyrir unað konunnar
Nýlega tók Losti ný og spennandi kynlífsleiktæki til sölu frá Rianne S. „Vörumerkið Rianne S sérhæfir sig í að hanna og framleiða frumlega og vandaða vöru fyrir nútímakonuna. Rianne S vörur eru hannaðar til að umvefja og örva öll skilningarvit kvenna. Vörurnar bjóða öllum konum að kanna kynferðisleg mörk sín og leysa úr læðingi gyðjuna sem býr hið innra með hverri konu. Rianne S hefur tekist að þróa og fullkomna hágæða vandað og seiðandi lífstílsvörumerki sem fagnar konum og kynhneigð þeirra. Þessar vörur eru frábærar sem gjöf líka,“ segir Saga.
Krydduð aðventa
Nú fer að styttast í jólin með öllum sínum jólagjafainnkaupum, ákvörðunum um hátíðarmatinn, skipulagi, litlu jólum, jólaföndri og fleira. „Það má ekki gleyma því í öllum æsingnum að hlúa aðeins að sjálfum sér og ástinni. Við erum búin að fá jóladagatölin í hús og ég get staðfest að þetta er ein skemmtilegasta leiðin til að krydda upp á aðventuna hjá annasömum pörum. Það er ekki nóg að fara bara saman í búðir að kaupa jólagjafir, það þarf líka að hlúa að samverunni. Það er samveran sem gerir aðdraganda jólanna að töfrandi tíma,“ segir Saga að lokum.
Komdu í heimsókn í Losta í Borgartúni, nýju verslunina að Laugavegi 51 eða í vefverslun Losta losti.is.