Frá árinu 1968 hefur NOW framleitt náttúrulegar heilsuvörur en allt frá upphafi var það markmið fyrirtækisins að geta boðið upp á náttúrulegar afurðir á sanngjörnu verði til allra.
Til að hámarka virkni varanna er gætt að því að þær innihaldi einungis hágæða hráefni án óþarfa fylliefna. NOW er einn þekktasti og virtasti framleiðandi vítamína og fæðubótarefna í heiminum og leggur mikinn metnað í rannsóknir og öryggisprófanir til að tryggja virkni varanna. Rannsóknarstofa Now er þekkt sem sú besta í iðnaðinum og er öðrum mikil fyrirmynd.
Fjölbreytt úrval náttúrulegra vítamína og bætiefna tryggir að þú finnur þá vöru sem þér hentar til að mæta vetrinum með bros á vör.
D vítamín
D-vítamín er sérlega mikilvægt fyrir fólk sem býr á norðurslóðum. D-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og viðhaldi beina, tanna og eðlilegrar vöðvastarfsemi. D-vítamín er einnig nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska beina hjá börnum.
Frá NOW finnur þú fjölbreytt úrval af D vítamíni: perlur, tuggutöflur, í spreyformi og fljótandi.
C vítamín
C-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins meðan á erfiðum líkamsæfingum stendur og að þeim loknum. C-vítamín stuðlar að myndun kollagens og ver frumur fyrir oxunarálagi. C-vítamín stuðlar að því að draga úr þreytu og eykur upptöku járns.
Hvítlaukur
Lyktarlaus hvítlaukur í hylkjum ætti að vera skyldueign á öllum heimilum þegar haustið fer af stað. Hvítlaukurinn í vörunni er unnin á 18 mánuðum og er hreinsaður til þess að fjarlægja lyktina úr honum án þess að tapa næringunni.
Omega 3
Fiskiolían er unnin úr sardínum, ansjósum og makríl og er hreinsuð undir ströngustu skilyrðum og tryggt að hún sé laus við alla þungmála og skaðlega mengun. Olían inniheldur EPA og DHA fitusýrur sem styðja heilsu bæði hjarta og æðakerfis.
Góðgerlar
NOW bíður upp á fjölbreytt úrval af góðgerlum og áhrifaríkar blöndur til að viðhalda góðgerlaflórunni fyrir ónæmiskerfið.
Hugaðu að heilsunni í haust með NOW.
Nánari upplýsingar og fleiri vörur má nálgast á vefsíðu NOW, nowfoods.is.
Einnig er hægt að fylgjast með NOW á Íslandi inni á Instagram á @nowiceland.
Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.
NOW og DV er með glæsilegan gjafaleik í boði. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að skrá þig í pottinn hér að neðan. Dregið er úr vinningum mánudaginn 24. október. Heppinn þátttakandi vinnur gjafakörfu með bætiefnum fyrir haustið frá NOW.
Skilmálar: Með því að taka þátt og senda inn gögn samþykkir þú notkun persónuupplýsinga. Skilyrði fyrir þátttöku er skráning með nafni og símanúmeri sem er einungis notaðar til þess að draga vinningshafa og verður eytt af leik loknum. Gefir þú upp netfang veitir þú Torg ehf leyfi til að senda þér tilkynningar um gjafaleiki auk annarra markpósta.