Brimborg kynnir glænýjan Ford E-Transit 100% rafsendibíl sem er sannkallaður draumur þeirra sem vilja vera umhverfisvænni og útrýma eldsneytiskostnaði án þess að fórna afli, öryggi eða burðargetu. E-Transit langdrægi rafsendibíllinn er einn sá fremsti í flokki þegar kemur að stærð rafhlöðu, drægni og afli, og hefur einstaka eiginleika eins og ProPower Onboard kerfið sem veitir möguleikann á færanlegu rafmagni fyrir verkfæri og fleira. Ford E-Transit Van er sjálfskiptur, kemur í nokkrum lengdar- og hæðarflokkum og er mjög vel búinn staðalbúnaði.
Mikill sveigjanleiki í útfærslum á Ford E-Transit Van
Ford E-Transit Van er fáanlegur í tveimur hæðarútfærslum og þremur mismunandi lengdum, auk þess að vera með gríðarlega gott flutningsrými eða allt að 15,1 rúmmetra. Sendibíllinn uppfyllir kröfur langflestra enda hægt að panta hann í allt að 25 útfærslum svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þú getur sett saman E-Transit Van rafsendibíl sem hentar rekstrinum fullkomlega, hvort sem þú þarft meira rými fyrir farþega eða stærra hleðslurými.
Öflug drifrafhlaða með snöggri hraðhleðslu
Ford E-Transit Van keyrir allt að 318 km á 100% rafmagni samkvæmt WLTP-staðli og er með mjög öfluga 68kWh drifrafhlöðu sem sér um alla vinnuna. Drægnin er mismunandi á milli útfærslna en er alla jafna mjög góð fyrir flestan almennan akstur í amstri dagsins. Raundrægni fer eftir mörgum þáttum, svo sem hraða, aksturslagi, akstursskilyrðum, útihitastigi, notkun miðstöðvar og loftkælingu og fjölda farþega og hleðslu í hleðslurými.
Fyrir fólk sem þarf aðeins meira er kosturinn sá að það tekur bara um 34 mínútur að hlaða bílinn frá 15-80% í 115 kW hleðslustöð. Það smellpassar því að hlaða bílinn í hádegismatnum eða kaffipásunni. Í venjulegri 11 kW heimahleðslustöð tekur u.þ.b. 8,2 klukkutíma að fullhlaða bílinn frá 0-100% svo hann sé klár í slaginn á hverjum morgni.
Bíllinn er heitur á réttu augnabliki með forhitara
Með FordPass Pro appinu geturðu stillt kjörhitastig eftir því sem þér finnst þægilegast. Svo einfaldlega kveikirðu á forhitaranum á meðan þú situr í eldhúsinu eða á skrifstofunni til að rafsendibíllinn taki á móti þér hlýr og góður þegar tími er kominn til að setjast undir stýri. Þetta er nánast ómissandi eiginleiki á köldum vetrarmorgnum.
Sjálfstæð fjöðrun bætir akstursupplifunina
Búið er að endurhanna afturfjöðrunina í Ford E-Transit Van til að hámarka burðargetu og auka afköst. Burðargetan er allt að 1348 kg. (í L3H2 útfærslu) og þar sem afturfjöðrunin er virkilega öflug er sendibíllinn þægilegur í akstri og með gott veggrip hvort sem hann er hlaðinn eða tómur.
ProPower Onboard tækni
ProPower Onboard tæknin sem er í boði sem aukabúnaður minnkar þörfina fyrir rafstöðvar til að knýja rafmagnsverkfæri og önnur tæki við dagleg störf. Með kerfinu hafa notendur Ford E-Transit Van aðgang að allt að 2.3 kW kerfi í ökumanns- eða hleðslurýminu sem kemur sér auðvitað einstaklega vel á ferð og flugi þegar stinga þarf bornum, söginni eða fartölvunni í samband.
Snjallar tengingar um borð og í símanum
Það er óhætt að segja að Ford E-Transit Van sé sérstaklega vel tengdur og bjóði upp á marga snjalla möguleika. SYNC 4 kerfið er skýjatengt upplýsingakerfi með flottu leiðsögukerfi og raddstýringu á 12“ skjá. Hugbúnaðaruppfærslur fara í gegnum kerfið til að tryggja að sendibíllinn sé í toppstandi miðað við tækni sem er í boði hverju sinni. Með FordPass Pro appinu sérðu meðal annars staðsetningu ökutækisins, getur læst eða aflæst því, stillt hleðslutímann og ýmislegt fleira.
Umhverfisvænni og útblásturslaus rekstur
Fyrirtæki sem skipta yfir í rafsendibíla eru að taka stórt skref í umhverfisvænni rekstri og Ford E-Transit Van gerir umbreytinguna auðvelda og sjálfsagða. Sendibíllinn er með þrjár akstursstillingar og hver og ein þeirra hámarkar afköst bílsins miðað við aðstæður hverju sinni. Normal-stillingin er fyrir allan almennan daglegan akstur. Slippery-stillingin bætir veggripið í bleytu eða frosti og Eco-stillingin hjálpar ökumanninum að ná sem mestri drægni á hleðslunni.
Hröðum orkuskiptunum! Taktu skrefið núna. Sparaðu pening, verndaðu umhverfið og notaðu íslenska, sjálfbæra orku. Lækkaðu rekstrarkostnað fyrirtækisins og keyrðu um á 100% rafmagni.
Ökumannsaðstoðarkerfið vann til gullverðlauna Euro NCAP
Í Ford E-Transit Van er mikil áhersla lögð á ökumannsaðstoð en hún er auðvitað lykillinn að því að vernda vegfarendur, ökumann og bílinn sjálfan. Ökumannsaðstoðarkerfið í sendibílnum felur í sér árekstrarvörn sem skynjar einnig gangandi vegfarendur, hraðastilli með hraðatakmarkara og veglínuskynjara svo eitthvað sé nefnt. Einnig er Ford E-Transit Van með brekkuaðstoð, upphitanlega framrúðu og veltivörn. Ökumannsaðstoðarkerfið hlaut gullverðlaun Euro NCAP.
Edition aukahlutapakkinn
Í Edition aukahlutapakkanum er búnaður sem eykur þægindi svo um munar. Pakkinn inniheldur rennihurð á vinstri hlið bílsins, bakkmyndavél, LED-lýsingu við afturhurðir og í flutningsrými, rafdrifna aðfellingu útispegla, varadekk á stálfelgu, aurhlífar að framan og loftpúða fyrir farþega og loftpúðagardínur beggja vegna.
Hægt er að skoða bílinn á vef Ford á Íslandi.
Hægt er að sjá úrvalið af E-Transit í vefsýningarsal Brimborgar.