fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Kynning

Tryggingaréttur tryggir þinn rétt

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 19. mars 2021 09:46

Jón Hjaltalín til vinstri og Ingvar Rafn Hjaltalín til hægri hjá Tryggingarétti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggingaréttur er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í innheimtu slysabóta. Eigandi fyrirtækisins, Jón Stefán Hjaltalín, hefur einbeitt sér að skaðabótamálum síðustu tíu ár.

Þá segir Jón að þetta svið innan stéttarinnar höfði til sín af persónulegum ástæðum. „Það má eflaust rekja til þess að ég lenti sjálfur í slysi þegar ég var við nám í lögfræði og þurfti að leita réttar míns og lærði það af eigin raun hversu þungt ferlið er fyrir þann sem verður fyrir slysi,“ segir Jón. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og með skrifstofu á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með fasta viðveru í Reykjavík og við tökum að okkur mál víðs vegar um landið. Þá erum við meðal annars með mál í vinnslu í Keflavík, á Selfossi og Suðurnesjum og víðar.“

Ekki hika

„Það borgar sig alltaf að hafa samband við okkur og kanna bótarétt sinn ef fólk lendir í slysi. Fólk er oft í óvissu um rétt sinn, en í flestum tilfellum þá er bótaskylda til staðar og þá er mikilvægt að setja málið strax í rétt ferli.“ Oft finnur fólk ekki fyrir eymslum strax eftir slys, en í öllum tilfellum er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, fara í læknisskoðun og kanna rétt sinn í kjölfarið. „Í sumum tilfellum er fólk að kanna réttindi sín mörgum árum eftir að slys hefur átt sér stað og það getur verið erfitt að leggja mat á eitthvað sem gerðist fyrir mörgum árum.“

„Þetta gerum við til þess að fólk fari af stað og kanni sinn rétt, því færri myndu leita réttar síns ef þeir ættu von á reikningi frá lögfræðingi óháð niðurstöðu málsins. Þetta snýst um að sá sem lendir í slysi, sé betur settur eftir að hafa haft samband við okkur heldur en ella.“

Tryggingaréttur býður þar að auki upp á „engar bætur engin þóknun“. „Það kostar skjólstæðinga okkar ekkert að hafa samband við okkur og kanna bótarétt sinn. Að auki greiðir skjólstæðingur okkur enga þóknun nema hann fái bætur. Þetta gerum við til þess að fólk fari af stað og kanni sinn rétt, því færri myndu leita réttar síns ef þeir ættu von á reikningi frá lögfræðingi óháð niðurstöðu málsins. Fyrir okkur hjá Tryggingarétti snýst þetta um að sá sem lendir í slysi sé betur settur eftir að hafa haft samband við okkur heldur en ella.“

Við jöfnum stöðuna

Þegar kemur að því að sækja rétt sinn í kjölfar slyss þá borgar það sig að leita til sérfræðinga. „Tryggingafélögin sem eru bótaskyld eru með sérfræðinga á sínum vegum og til þess að jafna stöðuna er mikilvægt að tjónþoli sé með sérfræðing sín megin líka. Í kjölfar slyss eða tjóns þarf að leggja mat á tjónið, afla gagna sem sýna og sanna að um bótaskylt tjón sé að ræða, setja upp mat og tilnefna óháða matsmenn og ýmislegt fleira. Ferlið getur verið flókið, langt og strangt og erfitt fyrir tjónþola að rata óstuddur um ranghala kerfisins.“

Í tilfelli vinnuslysa, umferðarslysa, slysa í frítíma og sjóslysa þá eru miklar líkur á því að tjónþoli eigi rétt á bótum. Vinnuveitendum ber skylda til að slysatryggja starfsmenn sína vegna vinnuslysa sem geta orðið í vinnu, sem og á leið í og úr vinnu, þ.e. launþegatrygging. „Þá er einnig spurning hvort launþegi eigi rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu en það er nokkur munur á þessum tveimur tryggingum. Ef slysið má rekja til vanbúnaðar á vinnustað eða er sök annars starfsmanns, eru líkur á að bætur fáist greiddar úr ábyrgðartryggingu. Í því tilfelli fæst framtíðartekjutap bætt, ásamt því að tjónþoli fær miskabætur. En í tilfelli launþegatryggingar er miski eingöngu bættur, þ.e. bætur vegna skerðingar á lífsgæðum.

Þegar kemur að sjóslysum sjáum við ríka ástæðu til þess að leggja sérstaka áherslu á þau bótamál. Starfsfólk á sjó er afar vel tryggt enda eru þetta í mörgum tilfellum afar hættuleg störf. Það er gríðarlega mikilvægt að sjómenn leiti réttar síns lendi þeir í vinnuslysi. Minnsta rask getur nefnilega haft alvarlegar afleiðingar og getur fólk í mörgum tilfellum orðið fyrir miklu tekjutapi.

Einnig hafa sjúklingatryggingar aukist hjá okkur. Þá er til dæmis um að ræða bætur vegna mistaka í aðgerðum, meðferðum eða slíku. Ástæðan fyrir aukningunni er líkast til sú að fólk er sífellt að verða meðvitaðra um sinn rétt til bóta ef eitthvað kemur upp á í þessum málum. Þau eru afar flókin og þá er mikilvæg að leita sér aðstoðar lögmanns. Einnig höfum við töluvert verið að sækja bætur fyrir þolendur afbrota, þá fyrir fólk sem verður fyrir líkamsárásum, kynferðisafbrotum og öðrum afbrotum sem leitt hafa til tjóns.“

Alltaf til staðar

„Við hjá Tryggingarrétti erum til staðar fyrir skjólstæðinga okkar allan sólarhringinn. Margir eiga erfitt með að komast frá á vinnutíma og sömuleiðis leggjum við fullan skilning í að það geti verið viðkvæmt fyrir fólk að ræða t.d. bætur vegna vinnuslyss á vinnustaðnum.

Eftir rafvæðingu getur tjónþoli svo fylgst með sínu máli og framvindu á þjónustugátt, þar sem öll gögn eru sett inn jafnóðum. Mörgum líður eins og þetta ferli allt geti tekið langan tíma og það getur vissulega verið raunin. Þá hjálpar það að geta fylgst með í rauntíma.“

Ferli sem getur tekið tíma

Fyrsta skrefið er alltaf að fara til læknis þegar fólk lendir í slysi. „Svo er mikilvægt að hafa samband við okkur. Við byrjum á því að tilkynna slysið. Þá fer fram fundur með okkur og tjónþola í eigin persónu, í gegnum netið eða í síma. Næst tilkynnum við til viðkomandi tryggingarfélags og í kjölfarið fer fram gagnaöflun á öllum þeim gögnum sem tengjast slysinu. Meðal annars skoðum við gögn frá fyrstu heimsókn tjónþola til læknis, sem fer oftast fram á sjúkrahúsi. Þegar gagnaöflun er lokið ráðfærum við okkur við lækninn um það hvort frekari meðferðar sé þörf. Við leggjum ekki mat á skjólstæðing fyrr en meðferðum er lokið. Þetta tekur oft rúmt ár og á þeim tíma er og ætti tjónþoli að huga að heilsunni, fara eftir fyrirmælum frá sínum lækni, fara í sjúkraþjálfun og ýmislegt fleira. Þegar öll gögn liggja fyrir er tjónið metið af óháðum aðila, þ.e. lækni, og í sumum tilfellum er einnig fenginn lögmaður til að meta. Á grundvelli þessa mats er gerð bótakrafa á viðkomandi tryggingafélag.

Í öllu þessu ferli, sem getur tekið hátt á annað ár eða meira, þá þarf að passa upp á að skjólstæðingur hafi nóg til framfærslu, því oft á tíðum er einstaklingur óvinnufær eða með skerta vinnugetu. Þá þarf að sækja bætur, svo sem vikupeninga eða bætur fyrir tímabundið tekjutap. Tjónþoli á ekki að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur samhliða því að vinna í því að ná bata eftir slys.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“