fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Kynning

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir, Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. mars 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1953 hóf Baldur Halldórsson smíði trillubáta á Hlíðarenda við Akureyri eftir að hafa lokið meistaraprófi í skipasmíðum. Tæplega aldarfjórðungi síðar hóf hann innflutning á vörum og vélbúnaði fyrir minni fiskiskip. Á seinni árum hefur starfsemin þróast yfir í viðgerðir og breytingar á bátum, margháttaða þjónustu við eigendur minni fiskiskipa og sölu á vélbúnaði og margvíslegri vöru fyrir báta frá mjög þekktum og virtum erlendum framleiðendum.

Baldur Halldórsson er nú látinn en fyrirtækið með nafni hans er í eigu systkinanna Sigurðar Hólmgeirs Baldurssonar og Ingunnar Kristínar Baldursdóttur, sem halda merki föður síns á lofti með því að þróa starfsemina áfram. „Í dag erum við sáralítið í nýsmíði báta en við gerum við báta, gerum þá upp, lengjum þá og breytum gömlum bátum,“ segir Sigurður. Umfangsmikill hluti af starfseminni er sala á ýmiss konar vöru og vélbúnaði fyrir báta og minni fiskiskip.

Sómi 940 eftir lengingu.

Helsti birgirinn er hið þekkta og virta hollenska fyrirtæki Vetus B.V. sem er eitt af stærstu fyrirtækjunum í Evrópu á sviði vélbúnaðar og vöru fyrir minni fiskiskip. Samstarfið við Vetus hófst á miðjum áttunda áratugnum. „Gamli maðurinn hitti þá á sýningu í London fyrir ríflega 40 árum og upp úr því hófst þetta langa og gæfuríka samstarf,“ segir Sigurður. „Við erum auk þess með skipalakk og botnmálningu frá ítalska fyrirtækinu Veneiani, Patey-handdælur frá Pump International og mikið úrval af rafmagnsdælum frá TMC-IN,“ bætir hann og nefnir einnig til sögunnar alls konar „sportvörur“ eða aukabúnað, s.s. bjargvesti, árar og fleira. „Við erum með gríðarstóran lager af vörum og sendum í pósti um allt land,“ segir hann enn fremur.

Fyrirtækið Baldur Halldórsson leggur mikla áherslu á góða og persónulega þjónustu og sömu aðilarnir leita aftur og aftur til fyrirtækisins um þjónustu. Sigurður hefur starfað þarna í um þrjá áratugi og segir að tíminn hafi liðið hratt: „Mér finnst ég stundum vera orðinn gamall þegar hingað leita til mín kornungir menn og segja: Afi sagði mér að koma til þín,“ segir hann og hlær.

Þrjár manneskjur eru í fullu starfi hjá Baldri Halldórssyni og einn í hlutastarfi, en fyrirtækið á auk þess í miklu samstarfi við járnsmíðaverkstæði og rafvirkja til að veita viðskiptavinum sínum þá þjónustu sem þeir þurfa. Baldur Halldórsson er enn til húsa á sínum upphaflega stað, að Hlíðarenda, sem er í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá miðbæ Akureyrar – við veginn upp að skíðasvæðinu.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni baldurhalldorsson.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt