fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Kynning

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Laugardaginn 21. mars 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Geislatækni ehf. var stofnað í ársbyrjun 1998 af feðgunum Grétari Jónssyni og Jóni Leóssyni. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins var að kaupa og annast rekstur á laserskurðarvél sem hentaði íslenskum markaði.

Fjölbreyttur og öflugur tækjakostur

Fram að stofnun Geislatækni hafði þjónusta á sviði laserskurðar ekki verið fáanleg hérlendis og þurfti að leita út fyrir landsteinana eftir henni. Keypt var vél af gerðinni Trumpf, 2.6 kw frá Bandaríkjunum. Voru starfsmenn Geislatækni fyrsta árið þrír að meðtöldum Jóni og Grétari.

Undanfarin ár hefur félagið fjárfest umtalsvert í nýjum búnaði hvort heldur varðandi plötuvinnslu eða smíði. Geislatækni tók ákvörðun snemma á ferlinum að halda sig meira og minna við einn framleiðanda af laser- og beygjuvélum frá þýska fyrirtækinu TRUMPF Werkzeugmaschinen GmbH sem er einn af leiðandi framleiðendum á þessu sviði málmiðnaðar. Geislatækni býr í dag yfir fjölbreyttum og öflugum tækjakosti sem hefur stóreflt gæði og þjónustu til viðskiptavina. Í dag eru á þriðja tug starfsmanna hjá Geislatækni í þremur deildum , framkvæmdarstjóri fyrirtækisins er Grétar Jónsson.

 

Heildarlausnir á sviði laserskurðar og annarrar plötuvinnslu

Geislatækni er með heildarlausnir í allri plötuvinnslu ásamt sérsmíði og sérhæfðum lausnum sniðnum að þörfum hvers og eins. Við önnumst einnig smíði á mörgum sviðum svo sem á ryðfríum innréttingum (skápar, vaskaborð, borðplötur o.fl.) auglýsingaskiltum, rafmagnsskápum, tönkum og fleiru. Með því að vinna náið með samstarfsaðilum okkar tryggjum við að verkefnin séu heildstæð og hámarksárangur náist við útfærslu.

Geislatækni notar nýjustu aðferðir við að skera og beygja stál þannig að úr verði íhlutur í hæsta gæðaflokki. Þjónustan byggir á laserskurði og beygingu á málmum sem opnar áður óþekkta möguleika í plötuvinnslu sem nýtist á breiðu sviði iðnaðar og framleiðslu. Við aðstoðum viðskiptavini frá byrjun til enda og tökum þátt í hönnun og útfærslu eftir þörfum. Með heildarþjónustu tryggjum við gæði verksins og ánægju viðskiptavinarins. Við tökum við  hugmyndum á hvaða stigi sem er og útfærum með verkkaupum og smíðum.

Geislatækni framleiðir íhluti fyrir hátækniframleiðslulínur fyrir matvælaiðnað og fleira sem krefst hámarks nákvæmni úr ryðfríu stáli. Með laserskurði fá íhlutirnir nákvæma lögun þannig að hver hlutur gegni sínu hlutverki sem best. Eftir að laserskurðarvélin hefur lokið við skurð er lítil eftirvinna, kantar eru jafnir og eingöngu þörf fyrir gráðuhreinsun. Um er að ræða hreinan skurð þegar lasertækni er beitt, þar sem notað er köfnunarefni (N2) sem skurðar- og hlífðargas, en þegar skorið er á hefðbundinn hátt með plasma- eða logskurði þá hitnar efnið mikið, það getur valdið hitaverpingi og við það missir efnið styrkleika sinn og eiginleika.

Að loknum laserskurði og gráðuhreinsun fer hluti af viðkomandi framleiðslu í beygingu og hefur fyrirtækið fjórar CNC-beygjuvélar frá Trumpf í Þýskalandi með 100–230 tonna pressukrafti.

Geislatækni getur einnig beygt kónískar beygjur (beygjulínur sem eru ekki samsíða köntum) með sex ása vél og getum við því gert flóknari íhluti sem sparar oft mikinn tíma í framleiðslu.

 

Geislatækni býður alla velkomna að hafa samband eða líta við til að kynna sér betur þjónustu okkar.

Á heimasíðu félagsins www.laser.is / gt@laser.is – Sími -5878400

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni