fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Kynning

Fagus: Sérsmíði eftir þínum óskum og þörfum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir, Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fagus er blómlegt trésmíðafyrirtæki í Þorlákshöfn sem sérsmíðar innréttingar fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar, fataskápar og innihurðir eru helstu verkefni fyrirtækisins en stærsta markaðssvæði þess er höfuðborgarsvæðið. Fagus sendir hins vegar um allt land. Núna eru starfsmenn til dæmis að smíða inn í verkefni fyrir Stykkishólm og fyrir stuttu var lokið við verkefni fyrir aðila á Ísafirði. Persónuleg og sérsniðin þjónusta eru aðalsmerki hjá Fagus en viðskiptavinir geta komið með tilbúnar teikningar sem smíðað er eftir eða fengið ráðgjöf hjá Fagus við uppröðun.

Hér hafa verið sömu eigendur frá árinu 1991 þegar fyrirtækið var stofnað. Hér á lóðinni var trésmíðaverkstæði sem brann og keyptu fyrrverandi starfsmenn það upp. Það voru Hannes, Gestur og Óskar – allt smiðir. Það var gamalt plötuhús hér á lóðinni og þeir keyptu rústirnar, grunninn og plötuhús og byrjuðu að smíða innréttingar.

Óhætt er að segja að upp úr rústunum hafi risið blómlegt fyrirtæki, starfsemin hefur síaukist og starfsmenn eru í dag 15 talsins, flestir smiðir og verkamenn. Hægt og bítandi byggðu þeir aftur upp brunna verksmiðjuhúsið. Síðan höfum við verið að flytja inn í það í áföngum og byggja við það. Núna störfum við hér á um 1.250 fermetrum en starfsemin byrjaði á aðeins 180 fermetrum.

Sem fyrr segir er sérsmíði aðalsmerki Fagus. Við sérsmíðum allt og erum ekki með neina tilbúna framleiðslulínu. Við smíðum bara þína innréttingu, fólk leitar gjarnan til arkitekta og kemur þaðan með teikninguna, eða við aðstoðum viðkomandi við að ljúka við teikninguna.

Auk þess að smíða innréttingar fyrir einstaklinga og heimili vinnur Fagus mikið fyrir skóla, leikskóla, ýmsar stofnanir á borð við elliheimili, og hótel. Varðandi það síðastnefnda hefur fyrirtækið fundið fyrir aukningu vegna vaxandi ferðamannastraums. Við erum líka með sterk tengsl við uppsveitirnar á Suðurlandi og þar er ferðaþjónustan orðin mjög þróuð. Á þessu svæði er fólk mikið að endurbæta og innrétta upp á nýtt.

Starfsemin er heldur að aukast. Það er að vísu dálítið erfitt að keppa við innfluttar innréttingar núna út af sterkri krónu en þá förum við meira út í sérsmíði. Hún þykir eftirsóknarverð því það eru margir sem vilja ekki vera með alveg eins innréttingu og einhver annar. Rýmið er skilgreint og síðan reynum við að finna út hvað passar inn í það.

Meðal nýlegra stórverkefna hjá Fagus eru innréttingar í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur við Suðurgötu. Þá má nefna verkefni fyrir Framhaldsskólann í Mosfellsbæ, Dvalarheimilið Lund á Hellu og hótelið Northern Lights Inn við Grindavík.

Nánari upplýsingar um starfsemi hjá Fagus er að finna á heimasíðunni fagus.is eða Facebook-síðunni Fagus ehf. Einnig er gott að leita upplýsinga í síma 483-3900 en fyrirtækið er staðsett að Unubakka 18–20 í Þorlákshöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“